fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

490. fundur SSS 23. ágúst 2001

Árið 2001, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 23. ágúst kl. 17.00 á Fitjum.

Mætt eru: Skúli Þ. Skúlason, Sigurður Jónsson, Óskar Gunnarsson, Sverrir Vilbergsson,  Þóra Bragadóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Fundargerð Starfskjaranefndar frá 26. júní ´01, lögð fram og samþykkt.

2. Fundargerð fjárhagsnefndar frá 23/8 lögð fram og samþykkt. Framkvæmdastjóra falið að koma á fundi með heilbrigðisráðherra til að ræða verklok og rekstur D-álmu. 

3. Bréf dags. 18. júní ´01 frá STFS. (afgreiðslu frestað frá síðasta fundi.). Stjórn SSS samþykkir að starfsmenntunarsjóður SSS verði lagður niður og    sameinaður               starfsmenntunarsjóði Reykjanesbæjar.
  Tilnefndir eru: Skúli Skúlason, Reykjanesbæ og Óskar Gunnarsson, Sandgerði.

4. Bréf dags. 29/5 ´01 frá iðnaðarnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til raforkulaga, 719. mál, heildarlög. (afgreiðslu frestað frá síðasta fundi.) Dreift var á fundinum athugasemdum við frumvarpið frá Hitaveitu Suðurnesja hf. og Orkuveitu Reykjavíkur. Afgreiðslu frestað. 

5. Bréf dags. 6. júlí ´01 frá Reykjanesbæ varðandi Staðardagskrá 21, liðhluti 15.1.1.  Samþykkt að vísa erindinu til síðari umræðu um svæðisskipulag.

6. Bréf dags. 5. júlí ´01 frá Samb. ísl. sveitarfélaga “skýrsla starfshóps um fíkniefnafræðslu og forvarnir.” Lagt fram.

7. Bréf dags. 20. ágúst ´01 frá Samb. ísl. sveitarfélaga varðandi ályktun um vímuefnavandann. Lagt fram.

8. Bréf dags. 20. ágúst ´01 frá Samb. ísl. sveitarfélaga varðandi upplýsingar um störf nefnda. Lagt fram.

9. Bréf  dags. 13. ágúst ´01 frá SSA ásamt dagskrá aðalfundar. Lagt fram.

10. Bréf dags. 16. ágúst ´01 frá Eyþingi ásamt dagskrá aðalfundar. Lagt fram.

11. Bréf dags. 25. júní ´01 frá Mennt, samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla varðandi viku símenntunar. Lagt fram.

12. Rammasamningur S.S.S. og Charente-Maritime. Samningurinn barst á frönsku, samþykkt að þýða hann á íslensku.

13.   Tillögur byggðanefnda Samb. ísl. sveitarfélaga – framh.  frá síðasta fundi.
Stjórn SSS lýsir ánægju sinni með tillögur byggðanefndar Sambands Ísl. sveitarfélaga en getur þó ekki tekið undir þau sjónarmið að sveitarfélög séu sameinuð með lögum.

14. Nýtt byggðakort iðnaðarráðuneytis og byggðastofnunar.
Stjórn SSS samþykkir að óska eftir fundi með iðnaðar- og viðskiptaráðherra  vegna nýs byggðakorts sem gilda á til ársins 2006, þar sem sum sveitarfélög á Suðurnesjum eru utan kortsins. Leitað verði svara ráðuneytisins við eftirfarandi atriðum :

1. Hvers vegna eru sum sveitarfélög á Suðurnesjum utan byggðakortsins ?

2. Hvaða rök færir iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið fyrir því að leggja til við eftirlitsstofnunina að sum sveitarfélög á Suðurnesjum falli útaf því byggðakorti sem í gildi var frá 1996 ?

3. Hverning skilgreinir ráðuneytið hugtakið “ styrki “ í þessu samhengi ?

4. Hvaða áhrif hefur ákvörðun um nýtt byggðakort á samskipti Byggðastofnunar og Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar sem komið hefur fram sem samræmingaraðili allra sveitarfélaga á Suðurnesjum varðandi atvinnuráðgjöf með tilliti til 9. greinar laga um Byggðastofnun frá 27. des 1999?

5. Hvaða áhrif hefur ákvörðun um nýtt byggðakort á samskipti Byggðastofnunar og Eignarhaldsfélags Suðurnesja hf.?  Undanfarið hefur verið unnið að skipulagsbreytingum á félaginu þar sem farið hefur verið eftir forskrift Byggðastofnunar svo hún geti efnt hlutafjárloforð um 40.000.000.- í félaginu.

6. Finnst ráðuneytinu nýsamþykkt kjördæmaskipan, þar sem Suðurnesin eru staðfest sem hluti landsbyggðar, skipta máli í þessu samhengi ?

15.  Sameiginleg mál.

Suðurstrandarvegur.
Stjórn SSS samþykkir að hvetja vegamálastjóra til þess að bæta eftir mætti  viðhald á Suðurstrandarvegi. Vegurinn virðist mjög illa farinn á köflum og sýnu verstur þegar nær dregur Grindavík. Einhver dæmi eru um að ferðamenn hafi í sumar  snúið við og hætt við að aka leiðina vegna slaks ástands vegarins.

Viðbygging við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Sigurður Jónsson gerði grein fyrir störfum  bygginganefndar FS. Málið rætt.

Rætt um vaxandi ágengi sílamáva.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.19.00