fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

498. fundur SSS 28. febrúar 2002

Árið 2002, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 28. febrúar kl. 17.00 á Fitjum.

Mætt eru:  Hallgrímur Bogason, Björk Guðjónsdóttir, Sigurður Jónsson, Óskar Gunnarsson, Þóra Bragadóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Fundargerð Bláfjallanefndar frá  11/2 ´02 lögð fram og samþykkt.

2. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra frá 14/2 ´02 lögð fram og samþykkt.

3. Fundargerð Fjárhagsnefndar frá 25/2 ´02 lögð fram og samþykkt.

4. Bréf dags. 1/2 ´02 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.  Ráðstefna um umhverfismál sveitarfélaga 8. mars 2002. Lagt fram.

5. Bréf  dags. 18/2 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.  Fyrri fulltrúaráðsfundur Sambands ísl. sveitarfélaga árið 2002. Lagt fram

6. Bréf dags. 20/2 ´02 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga. Norræna sveitarstjórnarráðstefnan  í Esbo, Finnlandi 5.-7. maí 2002.  Lagt fram.

7. Bréf dags. 14/2 ´02 frá Þjónustuhópi aldraðra þar sem þess er óskað að stjórn S.S.S. haldi fund um Alzheimervandann á svæðinu. Allmikil umræða var um málið, ákveðið að boða formann Þjónustuhópsins á næsta fund.

8. Bréf dags. 21/2 ´02 frá Eyþingi.  Lagt fram.

9. Bréf dags. 7/2 ´02 frá heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um geislavarnir, 344. mál, heildarlög. Stjórnin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

10. Bréf dags. 8/2 ´02 frá sjávarútvegsnefnd Alþingis ásamt tillögu til þings-ályktunar um rannsóknir á þorskeldi, 56. mál. Stjórnin gerir ekki athugasemd við þingsályktunina.

11. Bréf dags. 12/2 ´02 frá sjávarútvegsnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um eldi nytjastofna sjávar, 333. mál. Stjórnin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

12. Bréf dags. 12/2 ´02 frá heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um áfallahjálp innan sveitarfélaga, 141. mál.  Stjórnin mælir með samþykkt tillögunnar en leggur áherslu á að tryggt verði fjámagn til starfseminnar.

13 Bréf dags. 19/2 ´02 frá samgöngunefnd Alþingis ásamt frumvarpi til hafnalaga, 386. mál, heildarlög.
Stjórn SSS telur að þær tvær megin breytingar sem frumvarpið gerir ráð fyrir verði mjög afdrifaríkar fyrir margar hafnir í landinu.  Frumvarpið gerið ráð fyrir að hafnir bæti sér upp missi ríksframlaga með hækkun gjaldskrár, fyrst og fremst aflagjalds. Hafnir sem taka stærstan hluta tekna sinna inn í aflagjöldum eru dæmdar úr leik í samkeppni við hafnir þar sem aflagjaldið er hverfandi hluti teknanna.  Höfnum er því ekki gert fært að keppa á jafnréttisgrunni.  Stjórnin telur að þetta kippi rekstrargrund-velli undan þessum höfnum og þær hafi ekki  bolmagn til að standa undir nauðsynlegum nýframkvæmdum og eðlilegu viðhaldi.   Það eykur enn á þennan vanda að margar hafnir eru skuldsettar vegna eldri og yfirstandandi framkvæmda.

Fundurinn telur að það sé mjög vandasamt verk að hverfa frá samræmdri gjaldskrá hafna samhliða því að fella niður alla styrki til hafnargerðar og sá aðlögunartími sem frumvarpsdrögin gera ráð fyrir sé alltof skammur.

Með niðurfellingu ríkisframlaga er gert ráð fyrir grundvallar breytingu á fjármálalegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga.  Í því sambandi minnir stjórnin á samkomulag milli ríkisvaldsins og Sambands sveitarfélaga um samráð milli aðila áður en slíkar breytingar eru gerðar. 

Stjórnin skorar á Alþingi og ríkisstjórn að afgreiða frumvarpið ekki á því þingi sem nú stendur en gefa sér tíma til að undirbúa mun betur breytingar á framtíðarskipan hafnarmála í landinu. 

14. Bréf dags. 19/2 ´02 frá iðnaðarnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um samkeppnisstöðu atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni, 266. mál. Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.

15. Bréf dags. 19/2 ´02 frá iðnaðarnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um flutning verkefna  frá stjórnsýslustofnunum til sýslumannsembætta á landsbyggðinni, 488. mál.  Stjórnin gerir ekki athugasemd við þingsályktunina.

16. Bréf dags. 20/2 ´02 frá allsherjarnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um aukaþing Alþingis um byggðamál, 24. mál. Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.

17. Bréf dags. 22/2  ´02 frá allsherjarnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til umferðarlaga, 140. mál, hægri beygja á móti rauðu ljósi. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

18 Bréf dags. 22/2 ´02 frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar varðandi ályktun um byggðaáætlun. Lagt fram.

19. Menningarmál og hugsanlegt samstarf ríkis og sveitarfélaga. Björk Guðjónsdóttir og Valgerður Guðmundsdóttir komu á fundinn og kynntu hugmyndir um samstarfssamning um menningarmál milli sveitarfélaganna á Suðurnesjum og ríkisins.  Stjórn SSS óskar eftir því við sveitarstjórnirnar að þær tilnefni fulltrúa í undirbúningsnefnd sem kanni hvort grundvöllur sé fyrir slíkri samvinnu.

19. Sameiginleg mál.
Engin bókuð mál undir þessum mál.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.19.15