fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

511. fundur SSS 6. mars 2003

Árið 2003, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtu-daginn 6. mars 2003 kl. 17.00 á Fitjum.

Mætt eru:  Böðvar Jónsson, Garðar P. Vignisson, Óskar Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Jóhanna Reynisdóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Atvinnuráðgjöf, rætt um fyrirkomulag, auglýsingu eftir starfsmanni ofl. 

2. Bréf dags. 18/2 frá stýrihópi  áfallahjálparteymis þar sem ítrekuð er ósk um fjárstuðning.  Stjórnin samþykkir framlag allt að kr 200.000.- til að mæta upphafskostnaði en ítrekar að hún telur að framtíðarfjármögnun eigi að koma frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Upphæðin verði tekin af liðnum “sérstök verkefni”.

3. Skipan byggingarnefndar vegna viðbyggingar FS. Stjórnin leggur til að bygginganefndin verði skipuð 5 mönnum. 3 fulltrúum bygginganefndar FS og 2 fulltrúum frá stjórn SSS sem eru Böðvar Jónsson og Sigurður Jónsson.

4. Stefnumótun í öldrunarþjónustu, rætt um úttekt ofl. sbr.fjárhagsáætlun.

5. Sameiginleg mál.
Rætt um mjög alvarlega stöðu HSS. Framkvæmdastjóra falið að koma á fundi með framkvæmdastjóra HSS í næstu viku.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.45