fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

512. fundur SSS 20. mars 2003

Árið 2003, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtu-daginn 20. mars 2003 kl. 17.00 á Fitjum.

Mætt eru:  Böðvar Jónsson, Hörður Guðbrandsson, Óskar Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra frá 5/3 ´03. Lögð fram og samþykkt.

3. Bréf dags. 6/3 ´03 frá Gerðahreppi ásamt ályktun um heilsugæslumál á Suðurnesjum. Lagt fram.

3. Lög, reglugerðir og samþykktir sem fjalla um kattahald. Samþykktin  send sveitarfélögunum til umsagnar.

4. Bréf dags. 11/3 ´03 frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu varðandi skipan í nefnd um framtíðaruppbyggingu, þróun og skipulag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Tilnefndur Jón Gunnarsson, Vogum.

5. Bréf dags. 6/3 ´03 frá IBM varðandi ráðgjöf við stefnumótun á sviði málefna aldraðra.  Lagt fram.

6. Bréf dags. 19/2 ´03 frá samgöngunefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um flugmálaáætlun og fjáröflun til flugmála, 399. mál, flugvallagjald.  Þar sem frestur er liðinn og þingi hefur verið slitið, telur stjórn SSS ekki ástæðu til að fjalla um málið.

7. Bréf dags. 25/2 ´03 frá samgöngunefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um Póst- og fjarskiptastofnun, 600. mál, heildarlög, EES-reglur. Þar sem frestur er liðinn og þingi hefur verið slitið, telur stjórn SSS ekki ástæðu til að fjalla um málið.

8. Bréf dags. 25/2 ´03 frá sjávarútvegsnefnd  Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um færeyska fiskveiðistjórnarkerfið, 56. mál. Þar sem frestur er liðinn og þingi hefur verið slitið, telur stjórn SSS ekki ástæðu til að fjalla um málið.

9. Bréf dags. 25/2 ´03 frá samgöngunefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um fjarskipti, 599. mál, heildarlög, EES-reglur.  Þar sem frestur er liðinn og þingi hefur verið slitið, telur stjórn SSS ekki ástæðu til að fjalla um málið.

10. Bréf dags. 11/3 ’03 frá DS varðandi fjárveitingu á fjáraukalögum. Lagt fram.

11. Bréf dags. 1/3 ’03 frá BS varðandi endurskoðun samninga um sjúkraflutninga. Ákveðið að boða slökkviliðsstjóra á næsta fund.

12. Sameiginleg mál.
Rætt var um fyrirhugaða viðbyggingu Fjölbrautaskóla Suðurnesja.  Framkvæmdastjóra falið að útbúa drög að erindisbréfi fyrir nefndina.

Á fundinum var lögð fram tillaga sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar 12.3.2003.  Ákveðið að taka tillöguna á dagskrá á næsta fundi. 

Í framhaldi af fundi sem stjórn SSS átti með framkvæmdastjóra og öðrum stjórnendum HSS, mánudaginn 17. mars sl., lýsir stjórnin yfir áhyggjum sínum með núverandi ástand í heilbrigðismálum á Suðurnesjum.  Augljóst er að þeir sem nú starfa hjá HSS leggja sig fram um að veita þá þjónustu sem unnt er með þeim takmarkaða fjölda lækna sem í starfi eru.  Hugmyndir sem stjórnendur lögðu fram um framtíðarrekstur stofnunarinnar eru allar athygli verðar en nauðsynlegt að stofnuninni verði tryggðir nægir fjármunir til að veita Suðurnesjamönnum þá heilbrigðisþjónustu sem þeim ber lögum samkvæmt.
Stjórnin skorar því á ráðherra heilbrigðismála að beita sér nú þegar fyrir lausn á því ófremdarástandi sem nú ríkir í heilsugæslu á svæðinu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.40