fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

751. stjórnarfundur SSS 18. desember 2019

Árið 2019, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 18. desember, kl. 8:00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Einar Jón Pálsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Hjálmar Hallgrímsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Einar Jón Pálsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

1. Umsögn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 29.11.2019 um tillögu til þingsályktunar um stefnumótun náms á framhaldsskólastigi á Suðurnesjum. Stjórn S.S.S. staðfestir umsögnina sem send og samþykkt var með tölvupósti þann 29.nóvember 2019.

2. Tölvupóstur dags. 9. desember 2019 frá nefndarsviði Alþingis vegna þingsályktunartillögu um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024, 434 mál og samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034, 435 mál.

https://www.althingi.is/altext/150/s/0598.html  og https://www.althingi.is/altext/150/s/0599.html

Í ágúst árið 2013 fóru rúmlega 12 þúsund ökutæki um Reykjanesbraut á sólarhring samanborið við tæplega 20 þúsund í ágústmánuði 2019. Stöðug aukning var á umferð um Reykjanesbraut út árið 2018 en á árinu 2019 hefur hún dregist lítillega saman, sem skýrist að mest af fækkun farþega um Keflavíkurflugvöll sem að öllum líkindum er tímabundin.

Frumvarpi að nýrri samgönguáætlun 2020-2034 gerir ekki ráð fyrir markverðum framkvæmdum fyrr en á árunum 2025-2029 þegar farið verður í tvöföldun frá Fitjum að Rósaselstorgi og breikkun aðskilnað aksturstefna við Krísuvíkurveg – Hvassahraun.

Stjórn S.S.S. hvetur stjórnvöld til að flýta tvöföldun Reykjanesbrautar og huga að öryggi vegtenginga að nærliggjandi bæjarfélögum.

Einnig er nauðsynlegt er að ráðast í löngu tímabærar viðhaldsframkvæmdir á þjóðvegunum að Suðurnesjabæ auk þess sem breikka þarf veginn á milli bæjarkjarnanna.

3. Erindi frá Jóhanni F. Friðrikssyni f.h. Keilis, án dags. Ósk um viðræður við sveitarfélög á Suðurnesjum v. kaupa S.S.S. á 40% hlut í skólahúsnæði Keilis. Þar sem stjórn S.S.S. hefur ekki heimild samkvæmt samþykktum S.S.S. til að skuldbinda aðildarsveitarfélögin fjárhagslega án samþykkis þeirra leggur stjórn S.S.S. til að bæjarráð allra aðildarsveitarfélaga S.S.S. fundi ásamt framkvæmdastjóra Keilis til að fara yfir erindið. Framkvæmdastjóra falið að boða til sameiginlegs fundar hið fyrsta.

4. Drög að starfsáætlun stjórnar S.S.S. vegna ársins 2020. Starfsáætlun stjórnar S.S.S. samþykkt. Framkvæmdastjóra falið að senda út fundarboð með rafrænum hætti til sveitarstjórnarmanna sem til bæjarstjórna.

5. Samstarfshópur um aukna fagþekkingu, bætta hönnun og samræmingu merkinga á ferðamannastöðum – Stöðuyfirlit 25.11.2019. Þuríður H. Aradóttir Braun verkefnastjóri Markaðsstofu Reykjaness er fulltrúi Samband íslenskra sveitarfélaga á samstarfshópnum. Verkefnastjóri hefur sent stöðuyfirlitið til byggingarfulltrúa sveitarfélaganna á Suðurnesjum til kynningar.

6. Fundargerð 5. fundar Byggingarnefndar um viðbyggingu Fjölbrautaskóla Suðurnesja, dags. 29.11.2019. Lagt fram.

7. Fundargerð 32. fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja, dags. 28.11.2019. Lagt fram.

8. Fundargerð 75. fundar stjórnar Heklunnar og Markaðsstofu Reykjanes, dags. 10.12.2019. Lagt fram. Stjórn S.S.S. lýsir yfir þungum áhyggjum vegna mikillar fjölgunar á atvinnuleitendum og óskar eftir fundi með fulltrúum Vinnumálastofnunar.

9. Erindi frá Ferðamálasamtökum Reykjaness dags 06.12.2019, ósk um styrk að fjárhæð kr. 600.000,-. Vinnu við gerð fjárhagsáætlunar S.S.S. er lokið vegna ársins 2020. Ferðamálasamtökum Reykjaness er bent á að skila inn umsókn tímalega fyrir undirbúning fyrir næstu fjárhagsáætlun S.S.S.

10. Ályktun frá ráðstefnu Ferðamálasamtaka Reykjaness og hagsmunaaðila. Lagt fram.

11. Fundargerð Úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja nr. 16, dags. 13. nóvember 2019. Lagt fram.

12. Fundargerð Úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja nr. 17, dags. 18. nóvember 2019. Fylgirit: Upplýsingar um styrkhafa. Uppbyggingasjóður Suðurnesja úthlutaði styrkjum að upphæð kr. 45.000.000,- til 39 verkefna. Alls bárust 65 umsóknir að þessu sinni og hljóðuðu þær að upphæð rúmlega 167.000.000,-   Menningar og lista verkefni fengu úthlutað kr. 28.000.000,- en atvinnu- og nýsköpunarverkefni fengu úthlutað kr. 17.000.000.-. Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum óskar styrkhöfum til hamingju með styrkina.

13. Skýrsla um flugvöll í Hvassahrauni. https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=02cff95b-1200-11ea-9453-005056bc4d74 Lagt fram.

14. Húsnæðismál S.S.S. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram til næsta fundar.

15. Heimsókn frá stýrihóp stjórnarráðsins vegna Sóknaráætlunar Suðurnesja. Stýrihópur stjórnarráðsins heimsótti stjórn S.S.S. að þessu sinni. Umræðuefnið var Sóknaráætlun Suðurnesja en farið var yfir hvernig til hafði tekist á tímabilinu sem er að renna sitt skeið sem og framtíð nýrrar Sóknaráætlunar 2020-2024. Stjórn S.S.S. lýsti yfir mikilli ánægju með verkefnið og samstarfið við stýrihópinn.

16. Önnur mál.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:40.