fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Aðalfundur SSS haldinn í Sandgerði

36. Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum stendur nú yfir í Sandgerði en honum lýkur í dag.Björgvin G. sigurðsson fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis og Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga fluttu ávörp í gær en auk þess var fjallað um skýrslur stjórnar.Þorbergur Karlsson sagði frá fyrirhuguðum breytingum á almenningssamgöngum á Suðurnesjum sem taka munu gildi næsta vor og Stefán Haukur Jóhannesson sagði frá aðildaviðræðum Íslands við ESB.Á dagskrá í dag eru erindi og umræður um málefni aldraðra, Reykjanes jarðvangur og sóknaráætlun landshluta. Einnig mun Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flytja ávarp.Að því loknu hefst vinna starfshópa sem mun skila tillögum í atvinnu- og nýsköpun, ímynd og markaðssetningu og mennta-og menningarmálum í lok dags.Fundinum lýkur á ályktunum og venjulegum aðalfundarstörfum.Sjá frekari upplýsingar á vef SSS: www.heklan.is.