fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Áhugavert erindi um mótttöku blaðamanna

Magnea Guðmundsdóttir kynningarstjóri Bláa lónsins hélt áhugavert erindi á Icelandair hótel þriðjudaginn 11. mars sl. þar sem fjallað var um móttöku blaðamanna.Árlega berst fjöldi fyrirspurna frá blaðamönnum sem skrifa um upplifun sína á Íslandi. Þetta getur að sögn Magneu verið mjög verðmætur hópur en Bláa lónið kaupir til að mynda engar auglýsingar erlendis heldur leggur frekar áherslu á fjölmiðlahópa sem koma til landsins og vilja skrifa um það. Í dag starfa sérstakir mótttökufulltrúar hjá lóninu en þeirra hlutverk er að taka á móti erlendum blaðamönnum og fræða þá um fyrirtækið.Að sögn Magneu er að vanda mótttöku slíkra hópa, veita þeim góðar grunnupplýsingar en leyfa blaðamönnum sjálfum að skrifa um upplifunina. Auðvelt er að kanna bakgrunn blaðamanna og því ætti að vera auðvelt að velja úr hverjum fyrirtæki vilja taka á móti. Þá er einnig mikilvægt að kanna áhugasvið þeirra og miða skipulagningu á mótttöku við það.