Evrópskir rannsókna- og nýsköpunardagar
Evrópskir rannsókna- og nýsköpunardagar European Research and Innovation Days verða haldnir í fjórða sinn 28. og 29. september nk. og eru öllum opnir. Um er að ræða árlegan viðburð á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Viðburðurinn er rafrænn og nauðsynlegt er að skrá þátttöku.
Markmiðið með viðburðinum er að stefnumótendur, vísindamenn, frumkvöðlar og almenningur komi saman til að ræða og móta framtíð rannsókna og nýsköpunar í Evrópu og víðar.
Kynntu þér dagskrána og undirbúðu þig að ræða framtíð rannsókna og nýsköpunar við aðra þátttakendur víðsvegar að frá Evrópu og víðar.