Fjárfesting á sprotafyrirtækjum, sem komin eru stutt á veg í sinni þróun
Nýsköpunarsjóður stendur nú fyrir átaki í fjárfestingu í sprotafyrirtækjum sem komin eru stutt á veg í sinni þróun. Markmið þessa fjárfestingaátaks er að koma að fjármögnun allt að 15 nýrra félaga á ári hverju, flýta mótunarskeiði þeirra, þróa trausta stjórnarhætti, og laða samhliða að aðra fjárfesta.
Hlutverk Nýsköpunarsjóðs er að stuðla að uppbyggingu og vexti íslensks atvinnulífs með fjárfestingum í sprotum og styðja við framgang nýsköpunar í samræmi við áherslur stjórnvalda.