Húshitunarkostnaður á Suðurnesjum
Byggðastofnun hefur tekið saman upplýsingar um heildarorkukostnað heimila og en þar kemur fram að lægsti húshitunarkostnaður er á Flúðum eða um 70 þ.kr. og þar næst í Brautarholti á Skeiðum og á Seltjarnarnesi um 75 þ.kr. Hæsti húshitunarkostnaðurinn er í Grímsey 231 þ.kr. þar sem er olíukynding. Þar fyrir utan er húshitunarkostnaður fyrir viðmiðunareign hæstur á stöðum þar sem notast er við kynta hitaveitu, þ.e.a.s. á Ísafirði, í Bolungarvík, á Seyðisfirði, Patreksfirði, Suðureyri og Flateyri eða um 209 þ.kr.
Á Suðurnesjum er orkukostnaður víðast svipaður og hækkun alls staðar sú sama frá 2014 eða rúm 3%. Í Reykjanesbæ er heildarorkukostnaður viðmiðunareignar nú 192 þ.kr. en í Grindavík, Sandgerði, Garði og Vogum er hann 198-200 þ.kr. Í Höfnum er heildarorkukostnaður í við hærri, eða 208 þ.kr
Á Suðurnesjum eru allir byggðakjarnar með hitaveitu frá HS Veitum og verð og verðbreytingar eru svipuð alls staðar. Þar hefur lægsti húshitunarkostnaður hækkað um u.þ.b. 9,5% frá 2014. Lægsta verðið er í Reykjanesbæ 103 þ.kr. en í Grindavík, Suðurnesjabæ og Vogum er lægsti húshitunarkostnaður milli 110 og 111 þ.kr. Hæsti húshitunarkostnaður viðmiðunareignar í þéttbýli á Suðurnesjum er í Höfnum 120 þ.kr.
Hægt er að skoða upplýsingarnar nánar í mælaborði Byggðastofnunar hér.