fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Skapandi Reykjanes – tækifæri í ferðaþjónustu

 
Menningarráð Suðurnesja, Reykjanes jarðvangur og Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja boða til samráðsfundar um handverk, hönnun og minjagripi á Reykjanesi þriðjudaginn 19. mars nk. kl. 16. Fundurinn fer fram í Eldey frumkvöðlasetri að Ásbrú, Grænásbraut 506, 235 Reykjanesbæ. Gestur fundarins verður Sunneva Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri hjá Handverk og Hönnun.
Fjölmörg tækifæri fyrir hönnuði og handverksfólk verða til með auknum fjölda ferðamanna. Horft er sérstaklega til minjagripagerðar sem tengist Reykjanesi enda staðbundnir minjagripir af skornum skammti.
Hvað er minjagripur? Hvað er það sem er sérstak fyrir Reykjanesið og hægt er að nota í þessum tilgangi? Er það eitthvað  sem tengist t.d. sögu okkar, náttúru, menningu og listum, matarmenningu eða hefðum sem skapast hafa á svæðinu í áranna rás?
Efnt er til hugarflugsfundar um verkefnið. Leitað er eftir hugmyndaríku,  skapandi og áhugasömu fólki um sögu svæðisins og ferðaþjónustu á Reykjanesi til að taka þátt í fundinum með okkur.
Þeir sem ekki komast á fyrsta fundinn en hafa áhuga á verkefninu geta sent póst á netfangið: menning@heklan.is