fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Vaxtarsamningur Suðurnesja úthlutar styrkjum

Stjórn Vaxtarsamnings Suðurnesja hefur úthlutað styrkjum til verkefna  í þriðja sinn en markmiðið er að efla nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífsins á Suðurnesjum.Árið 2010 var samningur  undirrirtaður milli Iðnaðarráðuneytis  og Atvinnuþróunarráðs Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Af þeim samningi er ein úthlutun eftir. Nauðsynlegt er  fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum að samningurinn fáist endurnýjaður. Stuðningur við nýsköpun á svæðinu er afar mikilvægur og jafnframt  þróun klasasamstarfs skilgreindra atvinnugreina á sviði flugs og öryggis, tækni og orku, sjávarútvesgs og matvæla og  ferðaþjónustunnar, eins og skilgreint er í samningnum. 
Mannabreytingar urður á árinu 2012 í stjórn Vaxtarsamnings  Jóhanna Reynisdóttir sem verið hefur formaður stjórnar Vaxtarsamnings Suðurnesja frá upphafi samningstímabilsins, óskaði eftir lausn frá störfum sl. haust. Nýr formaður hefur tekið til starfa sem er Ragnar Guðmundsson, flugvélaverkfræðingur.
Verkefnin sem sótt var um styrki fyrir að þessu sinni voru alls 31 talsins. Styrkbeiðnirnar hljóðuðu upp á rúmlega 96 milljónir. Var það niðurstaða Stjórnar Vaxtarsamnings Suðurnesja að úthlutað skyldi 25 milljónum og 250 þúsund krónum til 14 verkefna.
Eftirfarandi verkefni hlutu styrk:
Nr. 1. Tónlistarhátíð á Ásbrú – Tómas Young, verkefnastjóri
Fyrirtækið Ómstríð ehf er í samstarfi við erlenda aðila um að halda tónlistarhátíð á Ásbrú. Markmiðið með verkefninu er m.a. að vekja athygli á  Ásbrú sem ákjósanlegan kost fyrir tónleikahald af hvaða stærðgráðu sem er.  Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir um nokkurt skeið og hefur m.a. verið unnið í þróun klasasamstarfsins um verkefnið. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 500 þúsund.
Nr. 2. Markaðssetning Þekkingarseturs Suðurnesja – Hanna María Kristjánsdóttir, verkefnastjóri
Verkefnið snýst um markaðssetningu á nýstofnuðu Þekkingarsetri Suðurnesja. Stofnunni er ætlað að verða miðstöð rannsóknastarfs og rannsakenda í náttúrufræðum og tengdum greinum á Suðurnesjum. Þetta samstarfsverkefni lýtur að því að efla tengsl við erlenda háskóla. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 750 þúsund.
Nr. 3. Ásdís Ragna grasalæknir – viðskipta og markaðsáætlun – Þóranna K. Jónsdóttir verkefnastjóri
Verkefnið er að útvíkka starfsemina í kringum Ásdísi Rögnu grasalækni. Eitt megin viðfangsefnið er að setja fram viðskiptalíkan fyrir starfsemina sem leiðir til aukinnar veltu og sköpunar starfa. Verkefni hlýtur styrk að fjárhæð kr. 750 þúsund.
Nr. 4. Hönnunarklasi á Suðurnesjum –   Heklan atvinnuþróunarfélag, Dagný Gísladóttir, verkefnastjóri
Sú þróun hefur orðið í frumkvöðlasetrinu Eldey á Ásbrú að þangað hafa leitað í ríkum mæli hönnuðir. Mikiðvægt er að efla þetta samstarf með formlegri hætti og víkka það út til allra hönnnuða á Suðurnesjum með stofnun hönnunarklasa og styrkja með því samstarf hönnuða á Suðurnesjum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 750 þúsund.
Nr. 5. Grjótkrabbi – rannsóknir, markaðssetning og vinnsla á Suðurnesjum – Rannsóknarsetur HÍ á Suðurnesjum – Halldór Pálmar Halldórsson, verkefnastjóri
Verkefnið gengur út á veiðar, vinnslu og markaðssetningu á Grjótkrabba sem er ný tegund hér við land. Niðurstöður rannsókna benda til þess að grjótkrabbastofnunn sé lífvænlegur og í veiðanlegu magni hér við land. Í ljósi verðmætrar reynslu sl. tveggja ára má segja að áherslur í vinnslu, vöruþróun og markaðssetningu verði hnitmiðaðri, enda margt búið að gera og reyna í þessu þróunarstarfi. Verkefni hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1 milljón.
Nr. 6. Ferðaþjónustuklasi á Suðurnesjum – Berþóra Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri
Verkefninu er ætlað að tengja saman ferðaþjónustuaðila á Suðurnesjum í klasasamstarfi. Með samstiltu átaki og samvinnu ferðaþjónustuaðila má bæta fagmennsku í greinni sem leiðir til betri afkomu ferðaþjónustufyrirtækja og fjölgar störfum í þessari vaxandi atvinnugrein á Suðurnesjum. Verkefnið hlytur styrk að fjárhæð kr. 1 milljón.
Nr. 7. Markaðskönnun og markaðssetning á hvalaskoðun frá Keflavík – Helga Ingimundardóttir, verkefnastjóri
Verkefnið lýtur að nýjum leiðum í markaðssókn varðandi hvalaskoðunarferðir. Með auknu flugi erlendra flugfélaga til landsins aukast möguleikar á þessu sviði og er ætlunin að kynna hvalaskoðunarferðir fyrir farþegum sem koma snemma til landsins og/eða fara seint af landi brott. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.5 milljónir.
Nr. 8. KEFLANDING ehf – Guðmundur Pétursson, verkefnastjóri
Verkefnið lýtur að samstarfi við bandarísku stofnunina military.com. Stofnunin gegnir því hlutverki að bjóða félögum sínum ýmsa þjónustu, einkum á sviði ferðamennsku og námskeiðahaldi. Vinsælt er meðal félagsmanna að dvelja á og við núverandi og eða fyrrverandi herstöðvar og sækja ferðalög þaðan. Military.com hefur fallist á að auglýsa og kynna Ásbrú og nágrenni sem fýsilegan kost. Verkefnið lýtur styrk að fjárhæð kr. 2 milljónir.
Nr. 9. Fatahönnunarskóli Íslands – Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs – Berglind Sigurðardóttir, verkefnastjóri
Skólinn byggir á danskri fyrirmynd. Ætlunin er að taka inn ár hvert 25 nemendur í skólann þannig að 50 nemendur verða að staðaldri í skólanum. Nemendur læra hönnun, verkþjálfun, markaðsmál, stofnun fyrirtækja, setja upp sýningar og fleira. Ætlunin er að vera miðstöð fatahönnunar á svæðinu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2 milljónir.
Nr. 10. Izzy Tours á Íslandi – Edda Hrund Halldórsdóttir, verkefnastjóri
Verkefnið gengur út á að auka heimsóknir ferðamanna á Suðurnesin og auka vöruframboð og aðgreiningu Izzy Tours á markaði í Bretlandi. Fyrst og fremst er horft til þriggja hópa ferðamanna þ.e. námsferðir fyrir skólahópa, nemendur, kennara og foreldra, fuglaskoðun og strandstangaveiði. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2 milljónir.
Nr. 11. Efnaferlar og gæðaeftirlit fyrir framleiðslu á lífdísel – Bio Diesel ehf, Gunnar H. Hasler, verkefnastjóri
Megin markmið verkefnisins er framleiðsla lífdísels úr notaðri jurtaolíu sem til fellur hjá veitingastöðum og matvælaframleiðendum. Eigendur fyrirtækisins hafa þegar keypt mest allan tækjabúnað sem til þarf fyrir framleiðsluna og komið upp verksmiðju sem staðsett er á Ásbrú. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2 milljónir.
Nr. 12. GrasPro – Lauftækni ehf – Einar Friðrik Brynjarsson, verkefnastjóri
Verkefnið lýtur að  hönnun og forritun á tölvukerfi sem nýtist rekstraraðilum grasvalla/knattspyrnuvelli, varðandi viðhald slíkra valla. Verkefnið snýr að hönnun og markaðssetningu bæði hér heima og erlendis. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 3 milljónir.
Nr. 13. Reykjanes Geopark Project – Eggert Sólberg Jónsson, verkefnastjóri
Í mörg ár hefur verið unni að stofnun einhverskonar auðlindagarðs á Suðurnesjum. Þetta verkefni lýtur að stofnun Jarðvangs. Markmið Jarðvanga er að bæta viðhorf og þekkingu á jarðminjum og sögu svæðisins. Að ferðamaðurinn upplifi söguna, samtímann og hefðbundna menningu, landslag, jarðfræði, matarmenningu, listir og handverk sem og staðbundið gróðurfar og dýralíf.. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 4 milljónir.
Nr. 14. Prótein framleiðsla   – Halldór Pétursson, verkefnastjóri
Verkefnið lýtur að próteinvinnslu úr sjávarfangi. Áherslan verður lögð á að nýta slóg og aðra aukaafurði sem ekki eru nýttar í dag. Ný verksmiðja er staðsett í sveitarfélaginu Garði.   Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 4 milljónir.