fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

11. fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja

11. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem haldinn var mánudaginn 11. desember 2017, kl. 16:00.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 235 Reykjanesbær.
Mætt eru:
Ólafur Þór Ólafsson, Sveinn Valdimarsson, Áshildur Linnet, Magnús Stefánsson, Kristinn Benediktsson, Kjartan Már Kjartansson, Einar Jón Pálsson, Marta Sigurðardóttir, Jón Emil Halldórsson, Fannar Jónasson, Sigrún Árnadóttir, Guðmundur Björnsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Ásgeir Eiríkssonar og Guðlaugur Sigurjónsson boðaðu forföll en enginn fulltrúi frá Landhelgisgæslu Íslands var viðstaddur.
Gestur fundarins var Stefán G. Thors frá VSÓ.
Formaður setti fundin og bauð fundarmenn velkomna. 

Dagskrá:

1. Undirritun fundargerðar nr.10, dags. 6.11.2017.

Fundargerð hafði verið send nefndarmönnum með rafrænum hætti fyrir fundinn.  Var hún samþykkt samhljóða.

2. Breytingar á Svæðisskipulagi Suðurnesja, framhald frá síðasta fundi.

Formaður fór yfir það sem unnið hafi verið á milli funda.  Stefán G. fór yfir mögulegar breytingartillögur á Svæðisskipulaginu Suðurnesja en þær snúa aðallega að vatnsverndarsvæðum og legu flugbrauta.  Ljóst er að breyta þarf einföldum skýringarmyndum, setja inn hnitsetningu vatnsverndarsvæða og teikna inn hindrunarfleti vegna flugbrauta. 

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja samþykkir að vinna lýsingu á breytingu skipulagsins.  Auk þessi verði unnin samhliða tillaga að kostnaðar- og tímaáætlun sem og kostnaðarskiptingu fyrir næsta fund nefndarinnar.

3. Húsnæðismál á Suðurnesjum, framhald frá síðasta fundi. 

Sveitarfélögin á Suðurnesjum sendu inn upplýsingar um fjölda lausra lóða og skiptingu húnsnæðis fyrir fundinn.  Stefán G. tók saman upplýsingar um áætlaða fjölda íbúða sem eru að fara í byggingu á næsta ári. 
Nefndin felur Stefáni G. að vinna gögnin áfram fyrir næsta fund. 

Svæðisskipulagsnefndin tekur mikilvægt að allir hagaðilar geri sér grein fyrir umfangi verkefnisins að taka á móti nýjum íbúum skipulagslega séð á næstu árum.  Nefndin er sammála um að tilnefna Áshildi, Kjartan Már og Ólaf Þór í undirbúningshóp til að vinna undirbúningi að ráðstefnu um málið.

4. Önnur mál.

Engin önnur mál

Fundi slitið kl. 17:15.