fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

12. fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja

12 fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem haldinn var mánudaginn 29. janúar 2018, kl. 16:00.  Fundarstaður var skrifstofa Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 235 Reykjanesbær.

Mætt eru:
Ólafur Þór Ólafsson, Sveinn Valdimarsson, Áshildur Linnet, Guðbjörg Kristmundsdóttir, Kjartan Már Kjartansson, Fannar Jónasson, Guðmundur Björnsson, Jón Guðnason; Guðlaugur H. Sigurjónsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Magnús Stefánsson Ásgeir Eiríkssonar, Jón Emil Halldórsson, Einar Jón Pálsson, Marta Sigurðardóttir og Sigrún Árnadóttir boðaðu forföll.
Gestur fundarins var Stefán G. Thors frá VSÓ.

Formaður setti fundin og bauð fundarmenn velkomna. 

Dagskrá:

1. Undirritun fundargerðar nr.11, dags. 11.12.2017.

Fundargerð hafði verið send nefndarmönnum með rafrænum hætti fyrir fundinn.  Var hún samþykkt samhljóða.

2. Breytingar á  Svæðisskipulagi Suðurnesja, framhald frá 11. fundi, dags. 11.12.2017.

Stefán Gunnar Thors fór yfir tillögu að uppfærslu á Svæðisskipulagi Suðurnesja.  Um er að ræða uppfærslu á afmörkun vatnsverndarsvæðis og nýju flugbrautarkerfi Keflavíkurflugvallar.  Kynnt voru drög að kostnaðarmati og tímalínu.  Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja samþykkir þessa verklýsingu og felur VSÓ að vinna verkefnið áfram.  Formanni og ritara Svæðisskipulagsnefndar er falið að senda erindi til hlutaðeigandi vegna málsins.

3. Húsnæðismál á Suðurnesjum, framhald frá 11. fundi, dags. 11.12.217.

Stefán Gunnar Thors fór yfir nýja samantekt sem unnin var fyrir fundinn með tilliti til húsnæðismála á Suðurnesjum. 

4. Málþing um íbúaþróun 9. febrúar n.k.

Verkefnahópur um málþing kynnti drög að dagskrá og kostnaðaráætlun vegna málþingsins sem halda á þann 9. febrúar. Svæðisskipulagsnefndin samþykkir tillögur verkefnahópsins. 

5. Fundargerð verkefnaráðs Suðurnesjalínu 2, dags. 29.11.2017.

Lagt fram.

6. Kynning á drögum að matsáætlun vegna Suðurnesjalínu 2. Bréf frá Smára Jóhannssyni f.h. Landsnets dags. 18.01.2018.

Lagt fram. Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja gerir ekki athugasemda við drögin.

7. Tölvupóstur dags. 10.11.2017, frá Markaðsstofu Reykjaness. V. endurskoðun Svæðisskipulags m.t.t. vaxtar ferðaþjónustunnar, uppbyggingu áfangastaða og Reykjanes UNESCO Geopark.

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja leggur til að þessi atriði verði uppfærð þegar kemur að því að endurskoða Svæðisskipulag Suðurnesja að loknum kosningum.

8. Önnur mál.

Erindi frá undirbúningsstjórn vegna sameiningar Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar, dags. 26.01.2018. 

Í bréfinu kemur fram að Sveitarfélagið Garður og Sandgerðisbær munu sameinast í eitt sveitarfélag að aflokum sveitarstjórnarkosningum sem fram fara þann 26.05.2018. Jafnframt er óskað eftir því að bréfið verði lagt fram á næsta stjórnarfundi Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja , þar sem rætt verði til hvaða ráðstafana þurfi að grípa í ljósi þeirra breytinga sem sameining sveitarfélaganna hefur í för fyrir með sér fyrir Svæðisskipulagið, út frá gildandi lögum eða samþykktum.
Formanni og ritara er falið að rýna reglurnar og leggja til breytingartillögur fyrir nefndina á næsta fundi.

Fundi slitið kl. 17:50

.