fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

20. fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja

20. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem haldinn var mánudaginn 23. september 2019, kl. 17:00. Fundarstaður var skrifstofa Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbær.

Mætt eru: Ólafur Þór Ólafsson, Sveinn Valdimarsson, Gunnar K. Ottósson, Kristinn Benediktsson, Guðmundur Pálsson, Fannar Jónasson, Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, Áshildur Linnet og Guðmundur Björnsson en Ólafur Þór Ólafsson ritaði fundargerð.

Ólafur Þór Ólafsson formaður setti fundin og bauð fundarmenn velkomna. 

Dagskrá:

  1. Undirritun fundargerðar nr. 19, dags. 15.08.2019.

Fundargerð hafði verið send nefndarmönnum með rafrænum hætti fyrir fundinn. Var hún samþykkt samhljóða.

  • Tilnefning í Svæðisskipulag Suðurnesja frá Grindavíkurbæ.
    Á fundi bæjarstjórnar Grindavíkur nr. 497 voru eftirfarandi tilnefnd í Svæðisskipulag Suðurnesja:
  • Lilja Sigmarsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Már Gunnarsson varamaður

Efir breytinguna verða aðalfulltrúar Grindavíkur þau Guðmundur Pálsson og Lilja Sigmarsdóttir. Varafulltrúar verða Jón Emil Halldórsson og Gunnar Már Gunnarsson.

a)Skipting verka.
Svæðisskipulag Suðurnesja tilnefnir Áshildi Linnet sem varaformann í stað Mörtu Sigurðardóttur. Jafnframt er samþykkt að Guðmundur Pálsson komi í stað Mörtu Sigurðardóttur sem formanns í starfshóp um nýtt vatnsból.

  • Flugvöllur í Hvassahrauni.

Eyjólfur Árni Rafnsson kom á fundinn fyrir hönd starfshóps um flutning á alþjóðaflugvelli í Hvassahraun. Hann fór yfir verkefni hópsins hvað varðar hugsanlega uppbygginu flugvallar í Hvassahrauni og helstu niðurstöður sem væntanlega verður að finna í skýrslu hópsins sem verður lögð fyrir ráðherra á næstu dögum. Kom fram hjá Eyjólfi að ákvarðanir um næstu skref verði ekki teknar án aðkomu allra helstu hagaðila og þar á meðal sveitarfélaganna á Suðurnesjum.    

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja ítrekar þá afstöðu að umræður og ákvarðanir um framtíðarskipan flugsamgangna er ekki hægt að taka án aðkomu og þátttöku sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Flugsamgöngur eru lykilþáttur í samfélagsgerð svæðisins og hafa mikil áhrif á alla skipulagsgerð og því er eðilegt að svæðisskipulagsnefndin hafi aðkomu í málaflokknum.

  • Drög að fjárhagsáætlun Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja fyrir árið 2020.

Áætlunin lögð fram, afgreiðslu frestað.

  • Önnur mál

Ekki er fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:00.