408. fundur SSS 23. október 1996
Árið 1996 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 23. október kl. 11.30.
Mætt eru: Óskar Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Drífa Sigfúsdóttir, Hallgrímur Bogason, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
1. Bréf dags. 1/10 1996 frá Guðmundi Bjarnasyni umhverfisráðherra þar sem boðið er að senda 1 fulltrúa á umhverfisþing 8.-9. nóv. n.k. Ákveðið að Guðjón Guðmundsson sitji umhverfisþingið.
2. Bréf dags. 14/10 1996 frá Jónasi Egilssyni þar sem óskað er eftir athugasemdum og ábendingum varðandi endurskoðun tillagna um eyðingu refa.
Tekið er undir fyrirliggjandi tillögu en þó þeirri skoðun lýst að sveitarfélögunum ætti að vera í sjálfsvald sett hvernig og hvort staðið verði að eyðingu refa.
3. Bréf dags. 11/10 1996 frá Lúðvík Hjalta Jónssyni f.h. Launanefndar sveitarfélaga. Erindið framsent til starfskjaranefndar.
4. Bréf dags. 9/10 1996 frá Sigurði Jónssyni sveitarstjóra þar sem hreppsnefnd Gerðahrepps mælir með að samþykkja reglugerð um kattahald en telur það í ákvörðunarvaldi hverrar sveitarstjórnar hvernig framkvæmd skipulags og eftirlits verði háttað.
5. Bréf dags. 9/10 1996 frá Jóhönnu Reynisdóttur sveitarstjóra þar sem hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps samþykkir að komið verði á skipulagi og eftirliti með kattahaldi á Suðurnesjum.
6. Vegamál á Suðurnesjum.
Lögð fram drög að verkefnum í vegamálum á Suðurnesjum.
7. Aðalfundur S.S.S. árið 1996.
Rætt um dagskrá fundarins og ályktanir.
8. Sameiginleg mál.
Ákveðið að gefa út fjórblöðung um n.k. aðalfund og munu Víkurfréttir sjá um útgáfuna.
Fleira ekki gert og fundi slitið 13.20.