fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

497. fundur SSS 7. febrúar 2002

Árið 2002, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 7. febrúar kl. 17.00 á Fitjum.

Mætt eru:  Hallgrímur Bogason, Björk Guðjónsdóttir, Sigurður Jónsson, Óskar Gunnarsson, Þóra Bragadóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Fundargerðir Bláfjallanefndar frá 12/11, 8/12, 9/12 og 10/12 ’01 lagðar fram og samþykktar.

2. Fundargerðir S.T.F.S.  frá 11/1, 8/1 og 30/1 ´02 lagðar fram og samþykktar.

3. Fundargerðir þjónustuhóps aldraðra 29/11 ´01, 2/1, 3/1 og 7/1 ´02 lagðar fram.

4. Fundargerð Ferlinefndar fatlaðra frá 18/1 ´01 lögð fram.

5. Bréf dags. 6/12 ´01 frá menntamálanefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um rekstur Ríkisútvarpsins, 7. mál. Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.

6. Bréf dags. 6/12 ´01 frá menntamálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til útvarpslaga, 138. mál, stofnun hlutafélags um rekstur Ríkisútvarpsins o.fl. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

7. Bréf (afrit) dags. 12/12 ´01 frá Grindavíkurbæ um verkefnalista MOA.
Lagt fram.

8. Svör aðila við erindi S.S.S. um skoðun á sameiginlegum rekstri eldvarna og slökkviliðs.
a) Bréf dags. 12/12 ´01 frá Grindavíkurbæ þar sem bæjarráð sér ekki ástæðu til að verða við erindinu.
b) Bréf dags. 12/12 ´01 frá Sandgerðisbæ þar sem bæjarráð skipar Sigurð H. Guðjónsson sem aðalmann og Reyni Sveinsson sem varamann í viðræðunefndina.

Brunavarnir Suðurnesja skipuðu í viðræðunefndina Ólaf Thordersen, Þorstein Árnason og Gísla Kjartansson sbr. fundargerð B.S. 10. desember 2001.

9. Bréf dags. 10/1 ´02 frá Sandgerðisbæ um lagningu vegar um Ósabotna.

10. Afgreiðslur sveitarstjórna á fjárhagsáætlunum sameiginlega rekinna stofnana sveitarfélaganna á Suðurnesjum árið 2002:
a) Bréf dags. 13/12 ´01 og 25/1 ´02 frá Reykjanesbæ.
b) Bréf dags. 21/12 ´01 frá Grindavíkurbæ.
c) Bréf dags. 10/01 ´01 frá Sandgerðisbæ.
d) Bréf dags. 14/1 ´02 frá Gerðahreppi.
e) Bréf dags. 14/12 ´01 frá Vatnsleysustrandarhreppi.

Þar með hafa fjárhagsáætlanirnar öðlast gildi.

11. Bréf dags. 2/1 ´02 frá Sambandi  íslenskra sveitarfélaga ásamt yfirlýsingu um ýmis samskipti ríkis og sveitarfélaga. Fram kom að Samb. ísl. sveitarfélaga reiknar með að ný kostnaðarskipting ríkis og sveitarfélaga verði samþykkt nú á vorþingi. Lagt fram.

12. Bréf dags. 11/1 ´02 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, kynning á ráðstefnu um staðardagskrá 21. Lagt fram.

13. Bréf dags. 18/1 ´02 frá Sambandi íslenskra. sveitarfélaga (Ólafsvíkuryfirlýsingin). Lagt fram.

14. Bréf  dags. 2/1 ´02 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi ráðstefnu um EES. Lagt fram.

15. Bréf dags. 18/12 ´01 frá Fornleifavernd ríkisins. Lagt fram.

16. Bréf dags. 16/1 ´02 frá Íslenska Magnesíumfélaginu h.f., aðalfundarboð. Lagt fram.

17. Bréf dags. í janúar ´02 frá Suðurnesjadeild Psoriasis og Exemsjúklinga. Í fjárhagsáætlunum fyrir árið 2002 er ekki gert ráð fyrir styrk til Suðurnesjadeildar Psoriasis og Exemsjúklinga.

18. Bréf dags. 21/1 ´02 frá umhverfisráðuneyti varðandi ályktun SSS um sílamáva.  Lagt fram.

19. Bréf dags. 29/1 ´02 frá félagsmálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um vatnsveitur sveitarfélaga, 378. mál. Stjórnin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

20. Bréf dags. 29/01 ´02 frá samgöngunefnd Alþingis ásamt frumvörpum til laga um  samgönguáætlun, 384. mál og lagaákvæði er varða samgönguáætlun, 385. mál. Stjórnin gerir ekki athugasemd við frumvörpin.

21. Sameiginleg mál. Rætt um þátttöku í kostnaði á útgáfu kjarasamnings. Samþykkt að taka þátt í kostnaði til helminga við Starfsmannafélag Suðurnesja.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.19.00