fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

533. fundur SSS 29. júlí 2004

Árið 2004, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 29. júlí, kl. 17.00 á Fitjum.

Mætt eru:  Reynir Sveinsson, Böðvar Jónsson, Hörður Guðbrandsson, Jón Gunnarsson, Sigurður Jónsson og Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.   

Dagskrá:

1. Fundargerðir Þjónustuhóps aldraðra nr. 35 ódags., og nr. 36 frá 8/6 ´04 lögð fram og samþykkt.

2. Fundargerð launanefndar frá 13/5 ´04 lögð fram og samþykkt.

3. Bréf dags. 21/5 ´04 frá Reykjanesbæ, varðandi ráðgjafarvinnu vegna greinargerðar Hafurs ráðgjöf ehf. um skipulag og stöðu öldrunarþjónustu. Ekki er hægt að verða við erindinu eins og það er fram sett.  Stjórnin samþykkir að þeir fjármunir sem ætlaðir voru til vinnu við framtíðarskipulag öldrunarmála á árinu 2003 gangi til baka þar sem ekki var farið í þessa vinnu.

4. Bréf dags. 26/5 ´04 frá Eftirlaunasjóði Reykjanesbæjar varðandi breytingu á endurgreiðsluhlutfalli útgjalda til lífeyrisgreiðslna. Erindinu frestað, framkvæmdastjóra falið að afla frekari upplýsinga

5. Bréf dags. 9/6 ´04 frá Grindavíkurbæ varðandi kröfu ríkissjóðs um þjóðlendur í landi Grindavíkur.  Lagt fram.

6. Bréf 26/2 (áður á dagskrá) og 15/6 ´04 frá Charente-Maritime þar sem fram kemur ósk þeirra um að nefnd frá Charente-Maritime muni koma í heimsókn til SSS í haust. Stjórnin tekur jákvætt í erindið.

7. Bréf (afrit) dags. 1/7 ´04  frá Sveitarfélaginu Garði. Lagt fram.

8. Bréf dags. 1/7 ´04 frá menntamálaráðuneytinu varðandi tilnefningu fulltrúa í skólanefnd FS. Afgreiðslu frestað til næsta fundar

9. Bréf dags. 13/7 ´04 frá Sandgerðisbæ varðandi VestNorden.  Lagt fram.

10. Bréf dags. 15/7 ´04 frá Grindavíkurbæ varðandi sameiningu aksturssvæða leigubifreiða á Reykjanesi. Stjórn SSS lýsir sig sammála erindinu enda verði haft samráð við leigubílstjóra á svæðinu. Jafnframt óskar stjórn SSS eftir því að athugaður verði sá  möguleiki á  að Suðurnes verði eitt gjaldsvæði.

11. Bréf dags. 13/7 ´04 frá Landgræðslu ríkisins þar sem farið er fram fjárframlag vegna áburðar-og frækaupa.  Stjórnin tekur jákvætt í erindið, framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu.

12. Almenningssamgöngur á Suðurnesjum sbr. fundarg. SSS 20/11 ´03. Böðvari Jónssyni falið að vinna að málinu.

13. Skólaakstur vegna nemenda FS.  Ólafur Jón Arnbjörnsson skólameistari kom á fundinn og ræddi um skólaakstur á haustönn. Boðið verður upp á skólaakstur á haustönn en skoðað verði hvernig skólaakstri verði háttað í framtíðinni.

14. Málefni aldraðra –  framhald frá síðasta fundi. Rætt um yfirlýsingu um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ.

15. Sameiginleg mál.
Stjórn SSS fagnar opnun fyrri áfanga tvöföldunar Reykjanesbrautar og leggur áherslu á að verkefninu verði lokið sem fyrst.  

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.30