fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

558. fundur SSS 27. júlí 2006

Árið 2006, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 27. júlí 2006, kl. 17.30 á Fitjum.

Mætt eru:  Jón Gunnarsson, Böðvar Jónsson,  Hörður Guðbrandsson, Óskar Gunnarsson, Ingimundur Þ. Guðnason, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. , Berglind Kristinsdóttir fjármálastjóri, og  Jóhanna María Einarsdóttir ritari.

Berglind Kristinsdóttir fjármálastjóri boðin velkomin til starfa.

Dagskrá

1       Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra frá 9/5 ´06.  Lögð fram og samþykkt.

2. Fundargerð Samgöngunefndar frá 31/5 ´06.  Lögð fram  og samþykkt.

3. Fundargerðir Atvinnuþróunarráðs SSS frá 27/4, 4/5 og 13/7 ´06. Lagðar fram og samþykktar.

4. Bréf dags. 26/6 ´06 frá Sveitarfélaginu Vogum þar sem m.a. kemur  fram  að sameiginlegur atvinnuráðgjafi sveitarfélaganna á Suðurnesjum hafi fasta viðveru eða fundartíma í sveitarfélaginu.  Framkvæmdastjóri og atvinnuráðgjafi munu hitta bæjarstjóra Voga í næstu viku.

5. Prókúruumboð fyrir Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Fellt niður prókúruumboð Pálínu Gísladóttur (hætt störfum) og prókúruumboð veitt Berglindi Kristinsdóttur, fjármálstjóra.  Samþykkt.

6. Bréf dags. 6/6 ´06 frá Þjónustuhópi aldraðra á Suðurnesjum, varðandi aðstöðuleysi starfsmanns Þjónustuhóps aldraðra. Framkvæmdastjóra falið að skoða málið.

7. Bréf dags. 6/6 ´06 frá Þjónustuhópi aldraðra á Suðurnesjum þar sem þess er farið á leit, að fenginn verði félagsráðgjafi til starfa við vistunarmatið. Framkvæmdastjóra falið að skoða málið.

8. Bréf dags. 12/5 ´06 frá Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins ásamt drögum að stefnumótun skíðasvæðanna 2007- 2012. Lagt fram.

9. Bréf dags. 12/5 frá Eyþingi, varðandi aðalfund Eyþings. Lagt fram.

10. Bréf dags. 5/5 ´06 frá Bændasamtökum Íslands varðandi afskipti Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja af kanínuhaldi í Ásgarði á Rosmhvalanesi í Sandgerðisbæ. Framkvæmdastjóra falið að leysa málið í sátt.

11. Bréf dags. 4/7 ´06 frá Suðurflugi ehf.  Lagt fram.

12. Dagskrá aðalfundar S.S.S.  Rætt um drög að dagskrá, málefni ofl.

13.  Formaður og framkvæmdastjóri sögðu frá  fundi  formanna og framkvæmdastjóra Landshlutasamtaka sem haldinn var  23/6 ´06 á Suðurnesjum.

14.  Sameiginleg mál.
Engin bókuð mál undir þessum lið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.  18.40