fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

565. fundur SSS 5. janúar 2007

Árið 2007, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 5. janúar  kl. 8.00 á Fitjum.

Mætt eru: Steinþór Jónsson, Arnar Sigurjónsson, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Óskar Gunnarsson, Birgir Örn Ólafsson, Guðjón Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem fundarritari.

Dagskrá:

 

1. Fundargerð Atvinnuþróunarráðs 07.12.2006. Lagt fram.

2. Staða kjarasamninga og starfsmats á vegum samstarfsfyrirtækja innan SSS. Framkvæmdarstjóri fór yfir stöðuna og kynnti stjórn. 

3. Húsnæðismál SSS og HES. Framkvæmdarstjóri fór yfir málið og upplýsti stjórn um húsaleigukosti.  Framkvæmdastjóra falið að ganga í málið.

4. Skólaakstur á vegum FS með stuðningi sveitarfélaganna á vorönn 2007.  Framkvæmdastjóri skýrði frá stöðu mála.  Sveitarfélögin ákveða að styrkja aksturinn á vorönn meðan heildarendurskoðun fer fram á þessum akstri.

5. Kjör fulltrúa í nefndir á vegum samstarfsins, framhald frá síðasta fundi. 
Gengið er frá skipun Bláfjallarnefnd.  Lagt er til að Sigmar Eðvarðsson og Friðrik Þór Friðriksson starfi áfram.  Málinu frestað til næsta fundar. 

6. Fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana árið 2007. Afgreiðslur sveitastjórna.  Lagt fram.

7. Athugun á hagkvæmni sameiningar eða samstarfs slökkviliða samanber tillögu í greinargerð með fjárhagsáætlunum 2007.  Lagt fram.

8. Hugmynd um samning um menningarmál fyrir Suðurnes og/eða Suðurkjördæmi.  Framkvæmdastjóra falið að óska eftir menningarsamningi.

9. Hugmynd um vaxtarsamning fyrir Suðurnes.  Framkvæmdastjóra falið að óska eftir vaxtarsamningi.

10. Lög um ráðstafanir í kjölfar samninga við Bandaríkin um skil á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli.  Lagt fram til kynningar.

11. Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn.  Stjórnin styður námskeiðshald og hvetur sveitarstjórnarmenn til að mæta.

12. Sameiginleg mál.  Rætt um hreinsun sprengjuleifa á fyrrum æfingasvæðum varnaliðsins. 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:40.