fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

634. fundur SSS 30. nóvember 2011

Árið 2011, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 30. nóvember  kl. 08.00 að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Gunnar Þórarinsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Ólafur Þór Ólafsson, Einar Jón Pálsson, Inga Sigrún Atladóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Fjárhagsáætlun S.S.S. og samrekinna fyrirtækja 2012.
Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri SSS kynnti tillögur Fjárhagsnefndar að fjárhagsáætlunum sameiginlegra rekinna stofnana fyrir árið 2012 ásamt fundargerðum Fjárhagsnefndar. 

Stjórn S.S.S. samþykkir að nota eigið fé Sambandsins til að mæta hallarekstri skrifstofunnar vegna ársins 2012.  Samþykkt er að farið verði í úttekt á rekstri og flýtt endurskipulagningu á samstarfsverkefnum sveitarfélaganna.

Fundargerðir Fjárhagsnefndar SSS nr. 229, 230 og 231 lagðar fram.  Stjórnin samþykkir tillögur fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnanna.

2. Umsögn S.S.S. varðandi lagafrumvarp nr. 192. um fólks- og framflutninga á landi.
Lagt fram.

3. Tölvupóstur dags. 17.11.2011 frá Nefndarsviði Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs, 106.mál.
Lagt fram.

4. Tölvupóstur dags. 09.11.2011 frá Nefndarsviði Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um varnarmálalög og lög um tekjustofna sveitarfélaga, 203. mál.
Stjórn S.S.S. fagnar þessu frumvarpi og hvetur alþingi til að samþykkja það.

5. Tölvupóstur dags. 15.11.2011 frá Nefndarsviði Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um sókn í atvinnumálum, 10.mál.
Lagt fram.

6. Tölvupóstur dags. 10.10.2011 frá Nefndarsviði Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um höfuðborg Íslands, 29.mál.
Lagt fram.

7. Tölvupóstur dags. 07.12.2011 frá Nefndarsviði Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um innsiglinguna í Grindavík, 122. mál.
Stjórn S.S.S. fagnar þingsályktunartillögunni.

8. Fundargerð frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga vegna fjórða fundar á sveitarstjórnarvettvangi EFTA, fundurinn haldinn 14.-15. nóvember 2011.
Lagt fram.

9. Tölvupóstur frá Birni Guðbrandi Jónssyni f.h. Gróðurs í landnámi Ingólfs, dags. 15.11.2011.
Stjórn S.S.S. samþykktir að taka þátt í verkefninu en leggur áherslu á að ekki sé um fjárhagslegar skuldbindingar að ræða frá hálfu S.S.S.

10. Bréf dags. 07.11.2011 frá Ástu Sól Kristjánsdóttur f.h. Snorraverkefnisins.
Erindinu er hafnað.

11. Bréf dags. 03.11.2011 frá Umherfisráðuneytinu varðandi umsögn um nýja skipulagsreglugerð.
Lagt fram.

12. Fundargerð Þjónusturáðs Suðurnesja um þjónustu við fatlaða, dags. 17.10.2011.
Lagt fram.

13. Fundargerð Þjónusturáðs Suðurnesja um þjónustu við fatlaða, dags. 14.11.2011.
Lagt fram.

14. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra nr. 75, dags. 24.10.2011.
Lagt fram.

15. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra nr. 76, dags. 04.11.2011.
Lagt fram.

16. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra nr. 77, dags. 07.11.2011.
Lagt fram.

17. Önnur mál.
Formaður  stjórnar sagði frá málefnum Náttúrustofa Reykjanes.  Lagt er til að stjórn S.S.S. skipi einn fulltrúa í stjórn stofnunarinnar.  Stjórnin samþykkir að tilnefna Björk Guðjónsdóttur sem aðalmann og Berglind Kristinsdóttir sem varamann.

 Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:29.