fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

660. fundur SSS 9. júlí 2013

Árið 2013, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þriðjudaginn 9 júlí 2013, kl. 8.00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Gunnar Þórarinsson formaður, Ásgeir Eiríksson, Ólafur Þór Ólafsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm, Brynja Kristjánsdóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Gestur fundarins eru Unnar Steinn Bjarndal og Ásmundur Friðriksson.

Dagskrá:

1. Bréf dags. 27.júní 2013 frá Önnu Sigurðardóttur, f.h. Sveitarfélagsins Voga.
Tilkynnt er um breytta skipan í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Aðalfulltrúi í stjórn verður Ásgeir Eiríksson og til vara Oddur Ragnar Þórðarson.

2. Almenningssamgöngur á Suðurnesjum.
Lögmaður S.S.S., Unnar Steinn Bjarndal skýrði frá stöðu mála.  Framkvæmdastjóra falið að senda Sambandi íslenskra sveitarfélaga afrit af neðangreindum bréfum.  Jafnframt er honum falið að óska eftir fundi með Vegagerðinni hið fyrsta.

3. Bréf dags. 05.07.2013 frá Stefáni Erlendssyni f.h. Vegagerðarinnar.
Lagt fram og rætt af stjórn.

4. Afrit af bréf dags. 03.07.2013 frá Innanríkisráðuneytinu til Vegagerðarinnar.
Lagt fram og rætt af stjórn. 

5. Önnur mál.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 8:59.