fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

9. fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja

9. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem haldinn var miðvikudaginn 21. júní 2017, kl. 16:00.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 235 Reykjanesbær.
Mætt eru:
Ólafur Þór Ólafsson, Sveinn Valdimarsson, Áshildur Linnet, Ásgeir Eiríksson, Magnús Stefánsson, Kristinn Benediktsson, Guðmundur Björnsson, Guðlaugur Sigurjónsson, Kjartan Már Kjartansson, Fannar Jónasson, Georg Friðriksson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Eftirfarandi boðuðu forföll Einar Jón Pálsson, Marta Sigurðardóttir, Jón Emil Halldórsson og Sigrún Árnadóttir. 
Auk nefndarmanna Svæðisskipulagsins sátu starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, þeir Magnús Guðjónsson og Ríkharður F. Friðriksson fundinn.
Formaður setti fundin og bauð fundarmenn velkomna. 
Dagskrá:
1. Undirritun fundargerðar nr. 8, dags. 19.01.2017.
Fundargerð hafði verið send nefndarmönnum með rafrænum hætti fyrir fundinn.  Var hún samþykkt samhljóða.

2. Hávaði vegna flugumferðar og kortlagning vegna hans. Gestur: Gunnar Alexander Ólafsson frá Umhverfisstofnun.
Gunnar Alexander Ólafsson kynnti fundarmönnum reglur sem eiga við um hávaða vegna flugumferðar og kortlagningu vegna hans.  Nefndarmenn voru upplýstir um stöðu mála sem og næstu skref Umhverfisstofnunar.

Stjórn Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja þakkar Gunnari fyrir góða kynningu.  Nefndin mun taka saman spurningarlista vegna kynningarinnar og er ritara nefndarinnar falið að koma þeim áfram til Umhverfisstofnunnar.

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja vekur athygli aðildarsveitarfélaga Svæðisskipulagsins á 7.gr. reglugerðar nr. 1000/2005 en þar segir m.a. að það sé á ábyrgð sveitarstjórna að útbúa hávaðakort sem sýni stöðu ársins á undan fyrir þéttbýlissvæði. Á þéttbýlissvæðum skal vera samvinna milli þeirra aðila sem ábyrgð bera á kortlagningu hávaða á svæðinu. Nái þéttbýlissvæði til fleiri en eins sveitarfélags er þeim heimilt að hafa samvinnu um gerð hávaðakorts fyrir svæðið.

Komi í ljós við hávaðakortlagningu að hávaði er yfir leyfilegum mörkum skal vinna áætlun um að draga úr áhrifum hávaða (aðgerðir).  Sveitarstjórnir bera ábyrgð á gerð aðgerðaáætlunar og skal hún unnin í samvinnu við rekstraraðila stórra flugvalla og í samráði við heilbrigðisnefnd.

3. Kynning á hljóðmælingarkerfi Isavia. Sveinn Valdimarsson frá Isavia.
Sveinn Valdimarsson kynnti vinnu við hljóðstigsvöktun á Keflavíkurflugvelli.  Vinna er hafin við gerð hávaðakorts í nágrenni flugvallarins.  Fundarmenn þökkuðu góða kynningu. 

4. Afrit bréfs dags. 31.01.2017 frá Skipulagsstofnun til Umhverfis- og auðlindarráðherra, v. aðalskipulag Keflavíkurflugvallar 2013-2030.
Lagt fram til kynningar.

5. Önnur mál.
Formaður greindi frá samtölum sínum við fjölmiðla vegna umræðu um flugvöll í Hvassahraun.  Í máli sínum hefur formaður vísað m.a. til vatnsverndarsjónarmiða sem koma fram í Svæðisskipulag Suðurnesja. 

Fundi slitið kl. 17:20.