fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Sókn á Bandaríkjamarkað

Íslenskum fyrirtækjum í útrás á sviði stafrænna heilsulausna (Digital Health Tech) eða heilbrigðistækni (MedTech) býðst að taka þátt í stafrænni vinnusmiðju um hraða sókn inn á Bandaríkjamarkað. Fimm fjárfestingarsjóðir og 80 sjúkrahús í Bandaríkjunum koma að verkefninu.

Vinnustofan Nordic Amplify fer fram 25. maí kl. 12 á íslenskum tíma og verður streymt frá Bandaríkjunum. Fyrirtæki sem taka þátt geta reiknað með gagnlegri kynningu og greiningu á tækifærum við sókn inn á bandaríska heilbrigðismarkaðinn. Þá eru þátttakendur einnig gjaldgengir umsækjendur í vikulanga vinnusmiðju í lok árs 2020, auk 8 vikna hraðals í byrjun ársins 2021. Nánar

Skráningarfrestur er til 10. maí nk.

Nánari upplýsingar veitir Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri hugvits, nýsköpunar og tækni, jarthrudur@islandsstofa.is

Að verkefninu standa Íslandsstofa og Aðalræðisskrifstofa Íslands í New York, ásamt Business Sweden, Business Finland og Nordic Innovation.

Skráning og upplýsingar