fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Styrkur fyrir verkefni á hugmyndastigi

Frumkvöðlar með viðskiptahugmynd geta alltaf sótt um styrk í FRÆ sem er undirbúningsstyrkur til sprotafyrirtækja eða einstaklinga og er sniðinn að verkefnum á hugmyndastigi eða á frumstigi í þróun afurðar.

Sjóðurinn er fyrir hugmyndir á byrjunarstigi og er hámarksstyrkur kr2.000 þ.kr. Ekki er gerð mótframlagskrafa í þessum styrkjaflokki en skil á niðurstöðum verkefna þurfa að liggja fyrir innan 12 mánaða frá umsóknardegi.

Umsóknir sem berast eru teknar fyrir og úthlutun tilkynnt að lágmarki tvisvar á ári. Umsókn skal skila rafrænt í umsóknarkerfi Rannís. Umsóknir eru metnar af fagráði Tækniþróunarsjóðs. Fagráðið er þverfaglegt og skipað einstaklingum frá fyrirtækjum, háskólum og stofnunum.

Það er ekki eftir neinu að bíða!

Skoða sjóðinn