fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

398. fundur SSS 1. febrúar 1996

 Árið 1996 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 1. febrúar kl. 15.00.

Mætt eru:  Óskar Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Jón Gunnarsson, Drífa Sigfúsdóttir, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun sameiginlega rekinna stofnana fyrir árið 1996.
Síðari umræða.
Stjórn S.S.S. samþykkir tillögur Fjárhagsnefndar S.S.S. fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnanna til afgreiðslu.  Stjórnin samþykkir einnig fundargerðir Fjárhagsnefndar S.S.S. nr. 120 – 129.

2. Bréf dags. 26/1 1996 frá Helga Jónassyni fræðslustjóra og formanni í nefnd um verkefni fræðsluskrifstofu þar sem óskað er eftir að stjórn S.S.S. tilnefni í nefnd um fagleg málefni vegna flutnings grunnskóla.  Tilnefndur:  Guðjón Guðmundsson.

Stjórn S.S.S. beinir því til sveitarstjórnanna að sameiginleg nefnd um skólamálaskrifstofu starfi áfram og samhæfi undirbúning sveitarfélaganna á yfirtöku grunnskólans.

3. Bréf dags. 22/1 1996 frá Kvennnnfélagssambandi Gullbringu og Kjósarsýslu varðandi ósk um styrk.  Erindinu hafnað.

4. Afrit bréfs dags. 16/1 1996 til menntamálaráðherra frá starfshópi SKÓSUÐ o.fl. varðandi ósk um stuðning menntamálaráðuneytis við að koma á tilraunaverkefni við Fjölbrautaskóla Suðurnesja vegna námstilboða fyrir seinfæra nemendur og greindarskerta.  Lagt fram.

5. Bréf dags. 11/1 1996 frá Umhverfisráðuneytinu ásamt fylgiskjali.  Afgreiðslu frestað á síðasta fundi.
Varðar umsögn um staðsetningu náttúrustofu í Reykjaneskjördæmi.  Stjórn S.S.S. bendir á að með lögum nr. 60/1992 um náttúrusetur og náttúrustofur er stefnt að landfræðilegri dreifingu (sbr. greinargerð nefndar með frumvarpinu) og samhæfingu verkefna á sviði náttúrurannsókna og náttúrufræðslu.  Samkvæmt 11. gr. laganna er hlutverk náttúrustofu m.a.: “a) að safna gögnum og varðveita heimildir um náttúrufar og stuðla að almennum náttúrurannsóknum, einkum í viðkomandi landshluta…”
Stjórn S.S.S. telur að á margan hátt sé eðlilegt og í anda laganna að staðsetning náttúrustofu í Reykjaneskjördæmi sé utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem öflug starfsemi Náttúrufræðistofnunar Íslands er til húsa og þar ætti að vera auðvelt með samvinnu og samhæfingu verkefna.
Í  9. gr. laganna nr. 60/1992 segir að  “starfsemi náttúrustofu getur verið á fleiri en einum stað í kjördæmi eftir skipulagi sem rekstraraðilar koma sér saman um.  Heimilt er kjördæmum að sameinast um náttúrustofu” 
Í því sambandi má benda á áhuga Suðurnesjamanna á þessu sviði t.d. fræðasetrið í Sandgerði, vísi að sædýrasafni í Höfnum og umsókn bæjarstjórnar Grindavíkur frá 19/12 1992 um starfsrækslu náttúrustofu.  Stjórn S.S.S. og/eða einstakar sveitarstjórnir hér á Suðurnesjum eru tilbúnar til viðræðna um skipulag þessara mála í kjördæminu.

6. Bréf (2) dags. 25/1 1996 frá Reykjanesbæ um afgreiðslu bæjarráðs á bréfum varðandi Hestamannafélagið Mána og erindi Þroskahjálpar á Suðurnesjum.  Lagt fram.

7. Frísvæði á Suðurnesjum.
Til umræðu skýrsla um frísvæði dags. nóv. 1995 frá framkvæmdanefnd um stofnun frísvæðis á Suðurnesjum.  Jón H. Jónsson fulltrúi í nefndinni kom á fundinn og ræddi skýrsluna,  Kristján Pálsson boðaði forföll vegna anna á Alþingi.
Framkvæmdastjóra falið að rita utanríkisráðherra bréf og spyrjast fyrir um afstöðu ráðuneytisins til skýrslunnar og hvert verði framhald málsins.

8. Uppgjör vegna atvinnumála 1995 (AS, FS og MOA) framhald frá síðasta fundi.  Í samræmi við áðurgert samkomulag greiðist MOA  2.500.000.- vegna ársins 1995.
Stjórn S.S.S. samþykkir að unnið verði áfram að uppgjöri v/AS samkvæmt fyrirliggjandi drögum.

9. Bréf dags. 30/1 1996 frá Framkvæmdanefnd “Reykjavegar”.  Lagt fram.

10. Sameiginleg mál.
Engin bókuð mál undir þessum lið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.20.