fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

400. fundur SSS 28. mars 1996

 Árið 1996 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 28. mars kl. 16.00.

Mætt eru:  Óskar Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Jón Gunnarsson, Drífa Sigfúsdóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir.

Dagskrá:

1. Bréf dags. 12/2 1996 frá iðnaðarnefnd Alþingis ásamt tillögu til  þingsályktunar um nýtingu Krísuvíkursvæðisins, 211. mál.  Frestað frá síðasta fundi.
Stjórnin mælir með samþykki tillögunnar.

2. Bréf dags. 26/2 1996  frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um tímareikning á Íslandi, 197. mál. 4 stjórnarmenn mæla með samþykkt frumvarpsins en 1 stjórnarmaður er á móti.

3. Bréf dags. 22/3 1996 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, ásamt frumvarpi til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, 372. mál.  Ákveðið að Drífa Sigfúsdóttir, Jón Gunnarsson og Sigurður Jónsson gefi drög að umsögn um frumvarpið.

4. Bréf dags. 20/3 1996 frá Byggðastofnun ásamt ályktun stjórnar um atvinnuráðgjöf og stuðning við ferðamálaráðgjafa.  Í bréfinu er óskað eftir viðræðum um þessi mál við fyrstu hentugleika.  Ákveðið að fela fulltrúum S.S.S., Óskari Gunnarssyni og Sigurði Jónssyni að ræða við fulltrúa M.O.A. um framgang málsins.

5. Bréf dags. 27/2 1996 frá nefnd um fjallskilamál í Landnámi Ingólfs varðandi endurskoðun og sameiningu fjallskilasamþykkta á svæðinu.  Stjórnin er sammála um að framsenda samþykkt fjallskilanefndar Grindavíkur varðandi réttir í 22. og 23. viku sumars.  Jafnframt tekur meirihluti stjórnar undir öll þau atriði sem fram koma í meðfylgjandi bréfi sveitarstjórna Kjalarneshrepps dags. 16. mars 1996.
Fulltrúi Grindavíkur mótmælir harðlega samþykkt meirihluta stjórnar S.S.S. á áliti Kjalarneshrepps og vekur á því athygli að í Grindavík eru mörg lögbýli og önnur sveitarfélög hér en Grindavík er með lítinn sauðfjárbúskap.

6. Bréf dags. 16/3 1996 frá Jóhanni Pétri Líndal sveitarstjóra Kjalarneshrepps.  Lagt fram og vísað til 5. liðar.

7. Bréf dags. 1/3 1996 frá Menntamálaráðuneytinu sem er svar við bréfi stjórnar S.S.S. til ráðuneytisins varðandi breytingar á tekjustofnun sveitarfélaga vegna flutnings grunnskóla.  Lagt fram.

8. Bréf dags. 12/3 1996 frá Utanríkisráðuneytinu þar sem fram kemur að skýrsla framkvæmdanefndar um stofnun frísvæðis er til umsagnar í fjármálaráðuneytinu.  Framkvæmdastjóra falið að ganga eftir umsögn ráðneytisins.

9. Bréf dags. 20/3 1996 frá Félagsmálaráðuneytinu varðandi notkun opinberra aðila o.fl. á nöfnum sveitarfélaga.  Lagt fram.

10. Bréf dags. 20/3 1996 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt erindi Námsgagnastofnunar um þjónustu stofnunarinnar við skólamálaskrifstofu.  Erindinu vísað til nefndar sveitarfélaganna um grunnskólann.

11. Frá fulltrúaráðsfundi Sambands ísl. sveitarfélaga 8. – 9. mars 1996. 
Undir þessum lið var m.a. fjallað um flutning grunnskólans.
Ákveðið að halda fund í apríl fyrir sveitarstjórnarmenn um flutning grunnskólans.  Formanni og framkvæmdastjóra falið að koma fundinum á.

12. Afgreiðsla sveitarstjórna á fjárhagsáætlunum sameiginlega rekinna stofnana sveitarfélaganna á Suðurnesjum.  Sveitarfélögin hafa öll samþykkt þær og hafa þær því tekið gildi.

13. Samgöngumál – málinu frestað.

14. Sameiginleg mál.Gerð grein fyrir stöðu mála varðandi D-álmu.

Fundinum bárust þakkir frá S.S.H. fyrir móttökurnar á Suðurnesjum 15. mars s.l.  Stjórn S.S.S. þakkar S.S.H. fyrir komuna og gjöf sem þeir færðu sambandinu.

Fleira ekki gert og fundi slitið. kl. 18.30.