fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

407. fundur SSS 10. október 1996

Árið 1996 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suður-nejsum fimmtudaginn 10. október kl. 14.00.

Mætt eru:  Óskar Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Drífa Sigfúsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna María Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Fundargerð Launanefndar S.S.S. frá 26/9 1996 lögð fram og samþykkt.

2. Fundargerðir Öldrunarnefndar Suðurnesja frá 20/8, 29/8 og 24/9 1996 lagðar fram.

3. Bréf dags. 16/9 1996 frá Reykjanesbæ varðandi kattahald.  Bæjarráð Reykjanesbæjar óskar eftir því við stjórn S.S.S. að hún leiti eftir umsögn um málið hjá Dýraverndunarfélagi Íslands.  Framkvæmdastjóra falið að leita eftir þessum umsögnum.

4. Bréf dags. 24/9 1996 frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga varðandi Málþing þann 25. október n.k.

5. Bréf dags. 30/9 1996 frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi ráðstefnu um byggð á Íslandi í framtíðinni.  Lagt fram.

6. Bréf dags. 4/10 1996 frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem fulltrúa er boðið að sitja aðalfund Samtakanna. Formanni eða framkvæmdastjóra falið að sækja fundinn.

7. Bréf dags. 25/9 frá Ragnari Erni Péturssyni útvarpsstjóra Brossins þar sem óskað er eftir að S.S.S. gefi farandbikar ásamt eignarverðlaunum sem keppt yrði um í spurningakeppni nemenda grunnskólanna samþykkt og framkvæmdastjóra falið að kaupa verðlaunin.

8. Vegamál á Suðurnesjum.
Lagður var fram listi yfir verkefni í vegamálum á Suðurnesjum.  Ákveðið að taka málið upp á næsta fundi.

9. Aðalfundur S.S.S. árið 1996.
dagskrá – undirbúningur.

10. Ársreikningur S.S.S. árið 1995.
Reikningarnir lagðir fram, yfirfarnir og áritaðir.

11. Þingmannaheimsókn 1996.
Þingmenn reyknesinga og sunnlendinga ætla að hittast í Þorlákshöfn 23. október n.k. og aka Suðurstrandarveg til Suðurnesja.  Þingmenn Reykjaneskjördæmis verða í heimsókn á Suðurnesjum að morgni 25. október og annan dag sem síðar verður ákveðinn.

12. Sameiginleg mál.
A)  Borist hefur bréf frá D.S. dags. 9/10 1996 sem svar við fyrirspurn stjórnar S.S.S. sbr. 8. mál  d lið fundargerðar stjórnar S.S.S. frá 26. september s.l.

Stjórn S.S.S. hefur móttekið bréf framkvæmdastjóra D.S. með skýringu á hvaðan heimild til byggingar sólskála væri fengin.
Stjórn S.S.S. vill benda stjórn D.S. á, að eðlilegt sé að leita bréflega, formlegrar heimildar eignaraðila þegar um er að ræða nýframkvæmdir ekki einungis í formi fundargerða stjórnar.

Stjórn S.S.S. gerir ekki frekari athugasemdir í þessu máli en mun beina því til Fjárhagsnefndar S.S.S. að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir D.S. verði styrkir teknir inn í fjárhagsáætlun, þannig að það hafi áhrif á framlög sveitarfélaga ef styrkir eða aðrar tekjur koma inn á fjárhagsárinu.

B)  Málefni D – álmu.
Gerð grein fyrir stöðu mála.

Fleira ekki gert og fundi slitið.