fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

409. fundur SSS 7. nóvember 1996

 Árið 1996 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 7. nóvember kl. 15.00.

Mætt eru:  Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Pétur Brynjarsson, Jón Gunnarsson, Drífa Sigfúsdóttir, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

Sigurður Jónsson setti fund og bauð stjórnarmenn velkomna.

1.  Stjórnin skiptir með sér verkum:

   Formaður:  Drífa Sigfúsdóttir
   Varaformaður: Jón Gunnarsson
   Ritari:   Sigurður Jónsson

Drífa Sigfúsdóttir tók við stjórn fundarins.

Stjórnin vill þakka fráfarandi formanni Óskari Gunnarssyni fyrir vel unnin störf og gott samstarf á síðasta starfsári og býður nýjan stjórnarmann velkominn til starfa.

2. Fundargerð Launanefndar S.S.S. frá 26/10 1996 lögð fram og samþykkt.

3. Fundargerð Bláfjallanefndar frá 17/10 1996 lögð fram.

4. Bréf dags. 4/11 1996 frá Nemendafélagi Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 90.000.- vegna hátíðarkvöldverðar vinaheimsóknar Verkmenntaskólans.  Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 50.000.00.

5. Að loknum aðalfundi S.S.S. árið 1996.

Ályktanir um:

a)  Vímuefnavarnir.
Ákveðið að senda sveitastjórnunum á Suðurnesjum ályktunina og framkvæmdastjóra að kalla eftir.

b)  Virðisaukaskatt á björgunartækjum.
Ákveðið að senda ályktunina til fjármálaráðherra, fjárlaganefndar Alþingis, Sambands ísl. sveitarfélaga.

c)  Flugsamgöngur.
Ákveðið að senda ályktunina til samgönguráðherra, samgöngunefndar, flugráðs, flugvallarstjóra, Borgarstjórnar Reykjavíkur.

d)  Vegamál.
Ákveðið að senda ályktunina til samgönguráðherra og samgöngunefndar og Vegagerðar ríkisins.

e)  Önnur mál.
Í framhaldi af umræðum á aðalfundi S.S.S. um samskiptatækni og nýjustu tækni í tölvumálum samþykkir stjórn S.S.S. að fela framkvæmdastjóra að skoða þessi mál og leggja fram tillögur fyrir stjórn.  Einnig samþykkir stjórn S.S.S. að fela framkvæmdastjóra að kanna hvort sveitarstjórnir á Suðurnesjum og stofnanir tengdar þeim geti komið upp sameiginlegum búnaði vegna fræðslu og kynningarfunda.
Allar ályktanir sendar þingmönnum og Samb. ísl. sveitarfélaga.

6. Sameiginleg mál.

20 ára afmæli D.S.
Samþykkt að færa Dvalarheimili aldraðra á Suðurnesjum mynd eftir Ástu Árnadóttur í tilefni 20 ára afmælis f.h. sveitarfélganna á Suðurnesjum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.30.