fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

412. fundur SSS 5. desember 1996

 Árið 1996, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 5. desember kl. 15.00.

Mætt eru:  Jón Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Guðjón Guðmundsson, Pétur Brynjarsson og Drífa Sigfúsdóttir.

1. Fundargerð Bláfjallanefndar frá 7/11 1996.  Lögð fram.

2. Fundargerð Launanefndar S.S.S. frá 12/11 1996.  Lögð fram og samþykkt.

3. Fundargerðir Ferlinefndar fatlaðra á Suðurnesjum frá 16, 21, 28/10, 4 og 11/11 1996.  Fundargerðirnar lagðar fram.

4. Bréf dags. 11/11 1996 frá Landbúnaðarráðuneytinu varðandi tilnefningu í jarðanefnd.

Tilnefndir eru:  Aðalmaður:  Sigurbjörn Stefánsson, Sandgerðisbæ
     Varamaður:

5. Bréf dags. 15/11 1996 frá Tónlistarskóla Njarðvíkur, varðandi styrktarbeiðni og að sveitin spili við ýmis tækifæri fyrir fyrirtæki og stofnanir.  Lagt fram og framkvæmdastjóra falið að svara bréfritara.

6. Bréf dags. 25/11 1996 frá Landgræðslu ríkisins varðandi árangur landgræðslustarfsins, næstu verkefni og tillögur um aðgerðir 1997.
Stjórnin samþykkti að óska eftir frekari upplýsingum um landgræðsluáætlun þá sem Landgræðslan og Skóræktin hafa unnið að fyrir Reykjanesskaga.
Stjórnin samþykkti að áfram verði gert ráð fyrir fjárveitingu til landgræðslu á fjárhagsáætlun 1997.

7. Bréf dags. 27/11 1996 frá Myndbæ þar sem  boðið er upp á að gerð verði kynningar- og fræðslumynd um Suðurnes.
Kostnaður við gerð 10. mín. myndar er kr. 900.000.00.
Stjórnin samþykkti að hafna erindinu.

8. Afgreiðslu sveitarstjórna á erindi frá stjórn S.S.S. varðandi byggingu D-álmu.
Fyrir liggur að allar sveitarstjórnirnar hafa samþykkt samning um viðbyggingu HSS, byggingu D-álmu við SHS og samkomulag um rekstur heilbrigðisstofnana á Suðurnesjum.

9. Bréf dags. 27/11 1996 frá Sigurði Jónssyni, sveitarstjóra, varðandi tillögu um áheyrnarfulltrúa á fundum stjórnar SHS.
Stjórnin mun taka málið upp þegar stjórn SHS hefur fjallað um erindið.

10. Bréf dags. 11/11 1996 frá heilbrigðisráðuneytinu ásamt drögum að frumvarpi um hollustuhætti (lagt fram á síðasta fundi).
Jón Gunnarsson og Drífa Sigfúsdóttir gerðu grein fyrir tillögu um umsögn stjórnar S.S.S. um drög að frumvarpi til laga um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit.
Stjórnin samþykkti umsögnina og felur framkvæmdastjóra að senda hana.

11. Bréf dags. 4/11 1996 frá viðskipta- og efnahagsnefnd Alþingis ásamt Þingsályktunartillögu um veiðileyfagjald (lagt fram á síðasta fundi.)
Stjórn S.S.S. telur tillögu um hugsanlegt veiðileyfagjald  athyglisverða og nauðsynlegt innlegg í heildarendurskoðun á fiskveiðistjórnarkerfinu.
Stjórnin tekur undir hugmynd um skipun nefndar til skoðunar þar sem sæti eiga fulltrúar frá öllum þingflokkum og helstu samtökum útgerða, sjómanna, fiskvinnslu og annarra aðila atvinnulífsins.

12. Bréf dags. 12/11 1996 frá viðskipta- og efnahagsnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um  íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins (lagt fram á síðasta fundi).
Stjórnin gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

13. Bréf dags. 21/11 1996 frá viðskipta- og efnahagsnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins.
Stjórn S.S.S. ítrekar fyrri afstöðu sína frá 18.04.1996
“Stjórn S.S.S. tekur ekki afstöðu til einstakra greina frumvarpsins er styður þau sjónarmið að réttindi, skyldur og starfskjör skulu vera þau sömu hjá ríki, sveitarfélögum og á almennum vinnumarkaði.
Stjórnin telur nauðsynlegt að þessi sjónarmið komi fram í frumvarpi til laga um lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins.

14. Sameiginleg mál.
Stjórn D.S. hefur óskað eftir fundi með eignaraðilum D.S. í framhaldi af samþykkt um byggingu D-álmu og samkomulags um rekstur heilbrigðisstofnana á Suðurnesjum.
Stjórn S.S.S. samþykkti að boða stjórn D.S. og framkvæmdastjóra á sinn fund vegna málsins.
Næsti fundur stjórnar S.S.S. verður fimmtudaginn 12.12. 1996.

Fleira ekki gert.   Fundi slitið kl. 17.05.