fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

462. fundur 16. september 1999

 Árið 1999 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 16. september kl. 15.00.

Mætt eru:  Skúli Skúlason, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Óskar Gunnarsson, Þóra Bragadóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1 Fundargerð starfskjaranefndar dags. 8/9 1999 lögð fram og samþykkt.

2. Bréf dags. 19/8 1999 frá Sandgerðisbæ ásamt bókun um sorphauga á Stafnesi
– umhverfisáhrif sbr. framsent erindi frá Stuðli dags. 19/5 1999.  Svarinu hefur verið komið á framfæri við Stuðul.

3. Bréf dags. 1/9 1999 frá Skógræktarfélagi Íslands ásamt tillögu sem samþykkt var á aðalfundi félagsins.  Ákveðið að framsenda erindið til sveitarstjórnanna.

4. Bréf dags. 2/9 1999 frá fjárlaganefnd Alþingis þar sem sveitarstjórnarmönnum er gefinn kostur á að eiga fund með nefndinni.  Framkvæmdastjóra er falið að fá tíma hjá nefndinni.

5. Bréf dags. 7/9 1999 frá Flugmálastjórninni á Keflavíkurflugvelli þar sem óskað er eftir fulltrúa í sameiginlega nefndarvinnu við stefnumótun og markmiðs-setningu Keflavíkurflugvallar.  Guðjón Guðmundsson mun taka þátt í vinnunni.

6. Bréf dags. 9/9 1999 frá SSH þar sem tilkynnt er að aðalfundur SSH verður 8. og 9. október n.k.

7. Bréf dags. 31/8 frá SSNV ásamt ályktunum frá 7. ársþingi SSNV.  Lagt fram.

8. Bréf dags. 1/9 1999 frá SSA ásamt ályktunum frá aðalfundi SSA.  Lagt fram.

9. Erindi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja frá síðasta fundi.  Óskað er eftir áliti lögmanns um málið.

10. Aðalfundur S.S.S. 1999.
Drög að dagskrá lögð fram á fundinum og þau rædd.

11. Ársreikningar S.S.S. 1998.
Drög að ársreikningi lögð fram á fundinum.  Fyrri umræða.

12. Fyrirhugaður sambandsfundur um kjaramál – breytingar á tímasetningu. 
Í samráði við Launanefnd sveitarfélaga var ákveðið að fresta fyrirhuguðum fundi um launamál.  Ástæða þess er að Launanefnd sveitarfélaga er í stefnumótunarvinnu fyrir komandi kjarasamninga, nefndin kemur saman 24. september og hefur lofað að funda með sveitarstjórnum á Suðurnesjum í framhaldi af því.

13. Sameiginleg mál.
Jónína Guðmundsdóttir formaður Kristnitökuhátíðarnefndar á Suðurnesjum kom á fundinn í framhaldi af bókun síðasta fundar.

Næsti stjórnarfundur ákveðinn 7. okt. n.k.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.50.