fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

485. fundur SSS 21. febrúar 2001

Árið 2001, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 21. febrúar  kl. 17.00 á Fitjum.

Mætt eru:  Skúli Þ. Skúlason, Sigurður Jónsson, Óskar Gunnarsson, Hallgrímur Bogason, Þóra Bragadóttir, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

DAGSKRÁ

1 Fundargerð  Starfskjaranefndar S.S.S. og S.F.S.B.  frá 7/2 ´01. Nokkrar umræður urðu um fundargerðina. Stjórn SSS telur eðlilegt að ekki sé tekið við nýjum beiðnum um endurmat þar sem samningar runnu út um sl. áramót.  Fundargerðin samþykkt.

2. Fundargerð  Þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum  frá 25/1 ´01 lögð fram og samþykkt.

3. Bréf dags. 7/1 ´01 frá STRB. (áður á dagskrá) varðandi skipun í starfskj.nefnd                       
   Aðalmaður: Sigurður Jónsson, Gerðahreppi,
   Varamaður: Óskar Gunnarsson, Sandgerði.

4. Bréf dags. 7/2 ´01 frá borgarstjóranum í Reykjavík. Með bréfinu fylgdu “Greinargerð um flugvallarhugmyndir á höfuðborgarsvæðinu” (jan. 01) og skýrsla “Borgaralýðræði og borgarskipulag” (jan. ´01).  Lagt fram.

5.   Bréf dags. 12/2 ´01 frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga varðandi framlög til landshlutasamtaka þar kemur fram að framlög til SSS er 8.575.000.-.  Lagt fram.

6. Bréf dags. 12/2 ´01 frá forseta héraðsstjórnar Charente- Maritime, þar kemur m.a. fram að héraðsstjórnin hefur ráðið íslenskan starfsmann. Lagt fram.

7. Bréf dags. 31/01 ´01 frá umhverfisráðuneyti varðandi Umhverfisþing. Lagt fram.

8. Bréf dags. 22/01 ´01 frá SASS þar sem tilkynnt er að aðalfundur samtakanna verður  23. og 24. mars nk. Lagt fram.

9. Bréf dags. 8/02 ´01 frá Gerðahreppi þar sem tekið er undir samþykktir SSS hvað varðar flutning innanlandsflugs til Keflavíkurflugvallar og aukið fjármagn til sjóvarna á Suðurnesjum.

10. Afgreiðslur sveitarfélaga á fjárhagsáætlunum sameiginlega rekinna stofnana sveitarfélaganna á Suðurnesjum fyrir árið 2001. Fjárhagsáætlanir hafa verið samþykktar í öllum sveitastjórnunum, í Reykjanesbæ 19.desember 2000, Grindavík 17. janúar 2001, Sandgerðisbæ 6. desember 2000, Gerðahreppi 27. desember 2000, Vatnsleysustrandarhreppi 29. nóvember 2000.

11. Bréf dags. 25/1´01 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um vátryggingarsamninga og Viðlagatryggingu Íslands, 54. mál, tjón á húseignum , endurstofnverð ofl. Lagt fram.

12. Bréf dags. 19/2´01 frá menntamálanefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um úttekt á ástandi eigna á jarðskjálftasvæðum, 116. mál. Lagt fram.

13. Bréf dags. 19/2´01 frá menntamálanefnd Alþingis ásamt tillögu til     þingsályktunar um tólf ára samfellt grunnnám, 166. mál. Lagt fram.

14. Flutningur málefna fatlaðra og flutningur málaflokksins til sveitarfélaganna. SJ/GG ræddu um stöðu mála og störf nefndar.

15. Sameiginleg mál.
    Engin bókuð mál undir þessum lið.

    Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.00