fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

501. fundur SSS 12. júlí 2002

 Árið 2002, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum föstudaginn 12. júlí kl. 11.30 á Fitjum.

Mætt eru:  Skúli Þ. Skúlason, Sigurður Jónsson, Óskar Gunnarsson, Þóra Bragadóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Aðal-og varamaður Grindavíkur boðuðu forföll.

Dagskrá:

1. Fundargerðir Starfskjaranefndar S.T.F.S. og S.S.S.  frá 15/5, 22/5, 19/6 og
24. júní ’02 lagðar fram og samþykktar.

2. Fundargerðir Þjónustuhóps aldraðra frá 16/5 og 13. júní ’02 lagðar fram og samþykktar.

3. Bréf dags. 10/5 ´02 frá Vatnsleysustrandarhreppi,  vegna skipunar  í viðræðunefnd um menningarmál. Tilnefnd Jóhanna Reynisdóttir.

4. Málþing: “Aftur í skólann”.  Verkefni félags jákvæðra foreldra í Reykjanesbæ. Munnleg beiðni um fjárstyrk, afgreiðslu frestað.

5. Bréf dags. 4/6 ´02 frá félagsmálaráðuneytinu.  Tilnefning í svæðisráð samkv. lögum nr. 13/1997 um vinnumarkaðsaðgerðir.  Afgreiðslu frestað.

6. Bréf dags. 25/6 ´02 frá Vatnsleysustrandarhreppi, varðandi aukafjárveitingu til Brunavarna Suðurnesja. Samþykkt.

7. Bréf dags. 30/5 ´02 frá Reykjanesbæ, varðandi fjármál Brunavarna Suðurnesja. Vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

8. Bréf dags. 19/6 ´02 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.  XVII landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga. Lagt fram.

9. Bréf dags. 12/6 ´02 frá félagsmálaráðuneytinu, ásamt reglugerð um jöfnunar-framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til reksturs grunnskóla. Lagt fram.

10. Bréf dags. 1/7 ´02 frá umhverfisráðuneytinu. Ósk um tilnefningu í samvinnunefnd um miðhálendisins, tilnefnt er ásamt Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Guðjón Guðmundsson er tilnefndur af hálfu SSS.

11. Framsent erindi frá Rnb. ásamt ályktun bifreiðastjórafélagsins Freys áður á dagskrá 499. fundar. Framkvæmdastjóri hefur átt viðræður við fulltrúa beggja bifreiðastjórafélaganna. Félögin eru ósammála hvar þessi málaflokkur eigi að vera og verður því vandséð hvers vegna sveitarstjórn eigi að sækjast eftir að nýta sér heimildarákvæði um að taka við hlutverki Vegagerðarinnar í þessu málaflokki.

12. Munnleg beiðni Ferðamálasamtaka Suðurnesja um kostun á birtingu sjónvarpsauglýsingar um Suðurnes. Framkvæmdastjóra falið að afla nánari upplýsinga.

13. Aðalfundur SSS.  Formanni, varaformanni og framkvæmdastjóra falið að vinna að efni, tilhögun ofl. fyrir aðalfundinn.

14. Sameiginleg mál.
Lögð fram gögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna náms fyrir nýkjörna sveitastjórnarmenn.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.13.00.