fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

572. fundur SSS 20. júní 2007

Árið 2007, er fundur haldinn í  stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudag inn 20. júní kl. 08.15 í Kölku

Mætt eru:  Steinþór Jónsson, Óskar Gunnarsson, Arnar Sigurjónsson, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Róbert Ragnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Berglind Kristinsdóttir fundarritari.

Dagskrá:

1.      Fundargerð Svæðisráðs málefna fatlaðra Reykjanesi frá 13/3 ´07. Lögð fram.

2. Menningarsamningur milli ríkis og sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Óskað er eftir tilnefningu eins fulltrúa og einum til vara frá hverju sveitarfélagi í menningarráð. Lagt er til að tilnefningin fari fram sem fyrst. 

3. Bréf dags. 4. maí ´07 frá Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins. 
Þar sem óskað er eftir því að stjórn S.S.S skipi 1 fulltrúa í vinnuhóp til að útfæra áframhaldandi þjónustusamning milli SHB og sveitarfélaganna 12 sem að samningum standa.  Þar sem fyrir liggja skiptar skoðanir í sveitarfélögum um áframhaldandi samstarf er óskað eftir afstöðu sveitarfélaganna til erindisins.  Tekið skal fram að sveitarfélagið Vogar hefur þegar tekið afstöðu til málsins, um að vera ekki með í samstarfinu.

4. Bréf dags. 7. maí ´07 frá Landsvirkjun.  Þar sem vakin er athygli á að samráðsfundir hafa verið lagðir niður samanber ný lög um Landsvirkjun. Landshlutasamtök þurfa því ekki að tilnefna fulltrúa á fundinn.  Lagt fram.

5.  Bréf dags. 6.  júní ´07 frá Byggðastofnun þar sem sagt er upp samningi um atvinnu- og byggðaþróun.  Lagt fram.

6. Bréf dags 11. júní ´07 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, varðandi hópferð á opna daga sveitarstjórnarvettvangs ESB í haust.  Lagt fram.

7. Bréf dags. 30. mars ´07 frá Brunabót, varðandi kjör í fulltrúaráð EBÍ.  Erindi er stílað á Héraðsnefnd Suðurnesja og á einungis við um Voga og Garð.  Oddný Harðardóttir er tilnefnd sem aðalmaður og Róbert Ragnarsson til vara.

8. Bréf dags. 12. júní ´07 frá Brunabót, varðandi aðalfundarboð.  Lagt fram.

9. Aðalfundur S.S.S. (dags. og fundarefni).  Fundurinn verður í október. Framkvæmdastjóra falið að athuga með dagsetningu og stað.

10. Húsnæðismál SSS og HES.  Framkvæmdastjóri greindi frá stöðu mála varðandi flutninga. 

11. Sameiginleg mál.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:23