fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

666. fundur SSS 24. október 2013

Árið 2013, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mánudaginn 24. október, kl. 16:15 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Gunnar Þórarinsson , Ásgeir Eiríksson, Ólafur Þór Ólafsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm, Einar Jón Pálsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1.  Stjórnin skipti með sér verkum.
Formaður: Ásgeir Eiríksson, Sveitarfélagið Vogar.
Varaformaður: Gunnar Þórarinsson, Reykjanesbær.
Ritari: Einar Jón Pálsson, Sveitarfélagið Garður.
Meðstjórnendur: Ólafur Þór Ólafsson, Sandgerði og Bryndís Gunnlaugsdóttir, Grindavík

2. Aðalfundur S.S.S. – Ályktanir og tillögur.
a) Ályktun um heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum.
b) Ályktun um atvinnumál og málefni Keflavíkurflugvallar.
c) Ályktun um almenningssamgöngur.
d) Ályktun um hjúkrunarþjónustu við aldraða.
e) Ályktun um menntamál.
f) Ályktun um húsnæðisöryggi á Suðurnesjum.
g) Tillaga frá Eysteini Eyjólfssyni v. úttekt á kostum og göllum – kostnaði og ávinningi – þess að flytja innanlandsflug, kennsluflug og ferjuflug til Keflavíkurflugvallar.
h) Tillaga frá Árna Sigfússyni v. athugunar á möguleikum og hagkvæmni þess að flogið verði innanlands með ferðahópa beint frá Keflavíkurflugvelli.

Stjórn S.S.S. leggur til að ályktanir aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum verði sendar þingmönnum kjördæmisins og ráðherra viðkomandi málaflokka.  Stjórn S.S.S. leggur til að Heklunni verði falið að vinna athugun á möguleikum og hagkvæmni þess að flogið verði innanlands með ferðahópa beint frá Keflavíkurflugvelli, óháð því hvort innanlandsflug verði áfram stundað í Vatnsmýrinni í Reykjavík eða ekki.  Jafnframt er lagt til að kannað verði hvaða afleiðingar það hefði fyrir Keflavíkurflugvöll ef innanlandsflugið myndi leggjast af á Reykjavíkurflugvelli eða breytast frá því sem er í núverandi mynd. Gert er ráð fyrir því að Heklan skili af sér niðurstöðum fyrir 1. febr. 2014.

3. Tölvupóstur dags. 09.10.2013, frá Guðrúnu D. Guðmundsdóttur f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Stjórn S.S.S. samþykkir að formaður sæki fundinn fyrir hönd Sambandsins.

4. Bréf dags. 26.09.2013, frá Vigdísi Hauksdóttur f.h. fjárlaganefndar Alþingis.
Framkvæmdastjóri S.S.S.  hefur f.h. stjórnar óskað eftir fundi með fjárlaganefnd Alþingis og verður sá fundur þriðjudaginn 29.október, kl. 11:20.

5. Bréf dags. 01.10.2013 frá Sigrúnu Árnadóttur f.h. bæjarráðs Sandgerðisbæjar, v. heilbrigðis- og öldrunarmála á Suðurnesjum.
Stjórn S.S.S. mun vinna áfram að þessum máli og  einn liður í því er fundur með heilbrigðisráðherra sem haldinn verður miðvikudaginn 30. október þar sem þessi mál verða rædd. 

6. Fundargerð þjónusturáðs Suðurnesja um þjónustu við fatlað fólk nr. 28, dags. 23.09.2013.
a) Fundargerð þjónusturáðs Suðurnesja um þjónustu við fatlað fólk, dags. 06.05.2013.  liður 3.
Stjórn S.S.S. telur mikilvægt að ráða starfsmann til þjónusturáðsins og vísar málinu áfram til fjárhagsnefndar S.S.S.

7. Fundargerð Heklunnar  nr. 29, dags. 13.09.2013.
Lagt fram.

8. Ályktun frá Eyjólfi Eysteinssyni f.h. Félags eldri borgara á Suðurnesjum, dags. 04.10.2013.
Stjórn S.S.S. ítrekar að ríkisvaldið ber ábyrgð á uppbyggingu og rekstri hjúkrunarheimila og að hlutverk sveitarstjórna er að halda hagsmunum svæðisins á lofti gagnvart því.

9. Önnur mál.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 17:50.