fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Ályktun um staðsetningu innanlandsflugs

Í ljósi umræðu í fjölmiðlum undanfarinna daga ítrekar stjórn Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja Heklan, ályktun aðalfundar SSS en þar gerði aðalfundurinn athugasemd við þá aðferð sem notuð var þegar skoðaðir voru kostir fyrir staðsetningu innanlandsflugs. Sameiginlegur stýrihópur ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group mat millilandaflugvöll á Miðnesheiði, Keflavíkurflugvöll ekki sem einn þeirra valkosta sem kæmu til greina.
Nauðsynlegt er að skoða það hvort millilandaflugvöllur á Miðnesheiði, Keflavíkurflugvöllur getið þjónað innanlandsflugi að öllu eða einhverju leiti.  Mikilvægt er að meta alla möguleika sem og hagkvæmi áður en ákvörðun er tekin um það hvort flytja eigi innanlandsflug frá þeim stað sem það er í dag.
Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja – Heklan vann skýrslu árið 2014 en í henni kemur fram að ekki þurfi að ráðast í miklar framkvæmdir á flugvellinum sjálfum til að taka við innanlandsflugi.  Jafnframt kom fram í viðtalið við Flugfélag Íslands í sömu skýrslu að hægt væri að skapa fín skilyrði út frá flugrekstrarlegu sjónarhorni.  Hægt væri að byggja minni flugstöð fyrir innanlandsflug sem væri í tengslum við millilandaflug.

Niðurstöður skýrslunnar er að finna hér http://heklan.is/sites/default/files/innanlandsflug_um_keflavikurflugvoll-lokaskyrsla_3.pdf