fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Heklan atvinnuþróun

Heklan er leiðandi afl í uppbyggingu atvinnu og þróunar á Suðurnesjum með það að markmiði að fjölga atvinnutækifærum, efla hagvöxt, auka fjölbreytileika þeirra starfa sem í boði eru, skapa hagstæð skilyrði fyrir ný verkefni og tækifæri, kynna fjárfestingarkosti og efla Suðurnes sem eftirsóttan valkost til búsetu.

  • Að skapa grundvöll fyrir samstarf í eflingu búsetuskilyrða, samkeppnishæfni svæðisins og nýsköpun og atvinnuþróun.
  • Að samþætta áherslur svæðisins í samræmi við Sóknaráætlun Suðurnesja.
  • Að efla og styðja við atvinnulíf og nýsköpun með atvinnuráðgjöf og stuðningi
  • Að byggja upp og efla gagnkvæma miðlun þekkingar, reynslu og hæfni

Heklan leitar samstarfs og samráðs við stofnanir og aðra aðila innan stoðkerfis atvinnulífs og nýsköpunar.

Atvinnuráðgjöf og nýsköpun

Heklan veitir ráðgjöf til einstaklinga, hópa og fyrirtækja um stofnun, þróun og rekstur fyrirtækja sem og þróun annarra verkefna sem styðja við atvinnulíf svæðisins

Heklan stendur fyrir fræðslu og kynningu á nýsköpun.

Heklan veitir stuðing og ráðgjöf til frumkvöðla og sprotafyrirtækja s.s. fjármögnun verkefna, þróun viðskiptahugmynda og tengslamyndun.

Félagið hvetur til og stendur fyrir stuðnings og hvataverkefnum á sviði nýsköpunar.

Þekkingarmiðlun

Heklan leitast við að efla þekkingu á sérstöðu svæðisins og miðlar henni til hafsmunaaðila.