fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Handbók um íbúalýðræði í sveitarfélögum

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út handbók um íbúalýðræði í sveitarfélögum sem kynnt hefur verið að undanförnu.

Handbókin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og er hún gefin út af alþjóða- og þróunarsviði sambandsins. Handbókin er mikilvægur liður í þekkingaruppbyggingu um íbúasamráði sveitarfélaga á Íslandi.

Þá stóð Sambandið einnig fyrir námsferð sem farin var til Svíþjóðar en þar gafst sveitarstjórnarfólki kostur á að kynna sér hvernig sænsk sveitarfélög vinna með íbúalýðræði. Þá gekkst sambandið fyrir málþingi ári síðar eða haustið 2017, þar sem kynnt voru fyrirmyndarverkefni sveitarfélaga hér á landi á þessu sviði.