fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurnesja

Opnað verður fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurnesja fimmtudaginn 1. október 2020 en umsóknir skulu berast fyrir kl. 16 þann 15. nóvember 2020.

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja er hluti af Sóknaráætlun Suðurnesja og er í umsjón Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Markmið Uppbyggingarsjóðs er að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs á Suðurnesjum, menningarstarfsemi og atvinnuskapandi verkefni á svæðinu.

Sótt er um rafrænt á vefsíðu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sss.is. Á sömu vefsíðu er hægt að skoða reglur sjóðsins og leiðbeinandi myndband um gerð umsókna. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér leiðbeiningarnar og vanda umsóknir sínar í hvívetna.

Umsækjendur sem sækja um fyrir hönd lögaðila skulu sækja um með rafrænum skilríkjum eða Íslykli á kennitölu lögaðilans.

Hægt er að fá upplýsingar og ráðgjöf hjá verkefnastjóra Björk Guðjónsdóttur á netfangið bjork@sss.is eða í síma 420 3288.