fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

420. fundur SSS 14. maí 1997

 Árið 1997 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 14. maí kl. 17.00.

Mætt eru:  Jón Gunnarsson, Drífa Sigfúsdóttir, Pétur Brynjarsson, Sigurður Jónsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Fulltrúi Grindavíkur sat ekki fundinn þar sem Grindavíkurbær er ekki eignaraðili að B.S. og D.S.

Dagskrá:

1. Jórunn Guðmundsdóttir, Erla Andrésdóttir og Guðlaugur Atlason stjórnarmenn í D.S. komu á fundinn ásamt Finnboga Björnssyni framkvæmdastjóra og lögðu fram stöðu rekstrar Hlévangs fyrir fyrstu 3 mánuði ársins.
Talsverðar umræður urðu um málið.  Stjórn S.S.S. óskar eftir því vð stjórn DS að hún leggi fram 6 mánaða uppgjör eigi síðar en 15. ágúst nk.

Pétur Brynjarsson vék af fundi.

2. Örn S. Jónsson, Logi Úlfarsson og Sigurður Kristinsson stjórnarmenn í BS komu á fundinn ásamt Sigmundi Eyþórssyni slökkviliðsstjóra.
Stjórn BS telur að ekki sé unnt að spara frekar í rekstri BS.  Talsverðar umræður urðu um málið.  Fulltrúar eignaraðila samþykkja að skoða málið nánar. Stjórn SSS óskar eftiir því við stjórn BS að hún leggi fram 6 mánaða uppgjör eigi  síðar en 15. ágúst nk.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.30.