fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

423. fundur SSS 20. júní 1997

 Ár 1997, föstudaginn 20. júní kl. 12.00 var haldinn fundur í stjórn S.S.S. Fundurinn var haldinn í fundarsal S.S.S. að Vesturbraut 10a, Reykjanesbæ.

Mættir:  Drífa Sigfúsdóttir, Jón Gunnarsson, Pétur Brynjarsson, Hallgrímur Bogason og Sigurður Jónsson.  Sig. Jónsson skráði fundargerð.

Fyrir var tekið:

1. mál. Fundargerðir launanefndar S.S.S. frá 10.11.12.13.18. og 19. júní 1997 ásamt samningi við Vélstjórafélag Suðurnesja, sem undirritaður hefur verið af hálfu launanefndar S.S.S. með fyrirvara um samþ. stjórnar S.S.S.
Stjórnin samþ. fundargerðir launanefndar og samning við VSFS.

2. mál. Erindi Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja frá 11.06.97. 
Sigurður Jónsson, Friðfinnur Skaptason og Björn Ólafsson gerðu grein fyrir erindinu.  Stefnt er að aðalfundi Atvinnuþróunarfélagsins seinni hluta ágústmánaðar.  Á aðalfundi mun stjórn félagsins leggja fram tillögu um niðurfærslu hlutafjár og framtíð félagsins.

3. mál. Sumarleyfi stjórnar.
Lagt er til að óbreyttu verði næsti fundur stjórnar eftir miðjan ágúst.

4. mál. Önnur mál.
Samþ. að formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri skipi starfshóp til undirbúnings aðalfundar S.S.S. nú í haust.

Fleira ekki gert. – Fundi slitið.