fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

459. fundur SSS 27. maí 1999

 Árið 1999 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 27. maí kl. 15.00.

Mætt eru:  Skúli Skúlason, Sigurður Jónsson, Óskar Gunnarsson, Hallgrímur Bogason, Jóhanna Reynisdóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Fundargerð Bláfjallanefndar frá 19/4 1999 lögð fram.

2. Fundargerð Fjárhagsnefndar S.S.S. frá 28/4 1999 lögð fram og samþykkt.

3. Fundargerð Öldrunarnefndar Suðurnesja frá 21/4 1999.  Lögð fram.

4. Bréf dags. 6/5 frá umhverfisráðuneyti þar sem óskað er eftir rökstuddum tillögum yðar um endurskoðun gildandi lagaákvæða og reglna um opinbert eftirlit.  Ákveðið að framsenda erindið til sveitastjórna og Brunavarna Suðurnesja.

5. Bréf dags. 6/4 1999 frá samgönguráðherra varðandi tilnefningu aðal- og varamanns í umsjónarnefnd fólksbifreiða á Suðurnesjum.

   Aðalmaður: Þóra Bragadóttir, Vogum.
   Varamaður Sigurður Jónsson, Garði.

6. Tilnefningar sveitarfélaga í  Náttúruverndarnefnd Suðurnesja:

  Sandgerði:  aðalmaður: Ingþór Karlsson
     varamaður: Brynhildur Kristjánsdóttir
 

  Grindavík:  aðalmaður: Pálmi Ingólfsson
     varamaður: Sverrir Vilbergsson
 
Reykjanesbær:  aðalmenn: Ólafur Guðbergsson
       Sigríður Hannesdóttir
       Ægir Sigurðsson

     varamenn: Guðrún Jónsdóttir
       Halldóra Lúðvíksdóttir
       Sveindís Valdimarsdóttir

Gerðahreppur:  aðalmaður: Sigurður Jónsson
    varamaður: Ingimundur Þ. Guðnason

Vatnsl.str.hreppur: aðalmaður: Finnbogi Kristinsson
   varamaður: Lára Baldursdóttir

7. Bréf dags. 4/5 1999 frá Samb. ísl. sveitarfélaga varðandi norræna byggingadaginn.  Lagt fram.

8. Bréf ódags. frá SSA þar sem tilkynnt er að aðalfundur SSA verði haldinn 26. og 27. ágúst n.k.

9. Bréf dags. 3/5 1999 frá SSH þar sem tilkynnt er að aðalfundur SSH verði haldinn 9. október n.k.

10. Fundur með fulltrúum Bráðamengunarnefndar umhverfisráðuneytis.  Stjórn S.S.S þakkar Bráðamengunarnefnd fyrir upplýsingafund sem haldinn var 18/5 1999.  Bráðamengunarnefnd umhverfisráðuneytisins hyggst ráðast í það verkefni að gera úttekt á strandlengjunni frá Ingólfshöfða að Snæfellsnesi.  Tilgangurinn með þessu er að auka öryggi komi til skipsskaða eða annarra óhappa vegna bráðra mengunaróhappa í sjó.  Stjórn S.S.S. tekur undir að mjög mikilvægt er að þetta verði gert og að ríkisvaldið veiti fjármagni til gagnagrunns og viðbragðsáætlunar.

11. Fyrirhugaður sambandsfundur um kjaramál.  Ekki reyndist unnt að halda fyrirhugaðan fund 20. maí en ákveðið að fundurinn verði haldinn um miðjan september.  Guðjóni Guðmundssyni og Sigurði Jónssyni falið að vinna áfram að málinu.

12. Sameiginleg mál.
Aðalfundur S.S.S. ákveðinn 15. og 16. október n.k.

Næsti stjórnarfundur ákveðinn 1. júlí n.k.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.10.