fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

466. fundur SSS 2. desember 1999

            Árið 1999 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 2. desember 1999 kl. 15.00.

            Mætt eru:  Skúli Skúlason, Sigurður Ingvarsosn, Óskar Gunnarsson, Hallgrímur Bogason, Þóra Bragadóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.  

Skúli Skúlason varaformaður setti fund.

 

Dagskrá:

1.      Fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana sveitarfélaganna á Suðurnesjum.

Jóhanna Reynisdóttir, Sigurður Jónsson, Einar Njálsson, Ellert Eiríksson, Sigurður Valur Ásbjarnarson fulltrúar í Fjárhagsnefnd S.S.S. sátu fundinn undir þessum lið.      Formaður kynnti tillögur Fjárhagsnefndar að fjárhagsáætlunum sameiginlega rekinna stofnana og lagði fram fundargerðir 162. – 168.  fundar. Umræður urðu um tillögurnar, samþykkt að vísa tillögunum til síðari umræðu.

        Sigurður Jónsson tók við stjórn fundarins.

        2.      Bréf dags. 23/11 1999 frá Áslaugu Húnbogadóttur og Jóhönnu M. Einarsdóttur fulltrúum S.S.S. í starfsmatsnefnd og Hólmari Magnússyni fulltrúa STRB í starfsmatsnefnd, þar sem þau segja sig úr starfsmatsnefnd.  Málið rætt.

3.      Samráðsfundur vegna málefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er ákveðinn 9. desember n.k. kl. 17.30.

4.      Framkvæmdastjóra falið að undirrita lánasamning milli Íslandsbanka og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum varðandi flýtifjármögnun vegna D – álmu.

 

 

         Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.50.