fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

522. fundur SSS 20. nóvemer 2003

Árið 2003, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 20. nóvember 2003 kl. 17.00 á Fitjum.

Mætt eru:  Reynir Sveinsson, Böðvar Jónsson, Hörður Guðbrandsson,  Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari. 

Dagskrá:

1. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra frá 29/10 ´03 lögð fram og samþykkt.

2. Erindi  dags. 28/10. ´03 frá félagsmálaráðuneytinu  ásamt ósk um samstarf um kynningarfund um sérstakt átak í sameiningarmálum sveitarfélaga. Lagt fram.

3. Bréf dags. 29/10 ´03 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi fulltrúaráðsfund 21. nóvember.

4. Bréf dags. 30/10 ´03 frá Margréti Frímannsdóttur.  Lagt fram.  

5. Bréf dags. 5/11 ´03 frá Júlíusi Guðmundssyni framkv.stj.  daCoda ehf. Lagt fram.

6. Bréf dags. 6/11 ´03 frá Reykjanesbæ varðandi  átak í sameiningarmálum sveitarfélaga, sjá 2. lið.

7. Bréf dags. 10/11 ´03 frá  Grindavíkurbæ varðandi búfjáreftirlit á Reykjanesi. Farið yfir lög og reglur, framkvæmdastjóra falið að skoða málið.

8. Bréf dags. 10/11 ´03 frá Umhverfisstofnun varðandi viðbrögð við bráðamengun sjávar – vákort af suður-og vesturströnd Íslands. Lagt fram.

9. Bréf dags. 11/11 ´03 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi málþing um húsaleigubætur, húsnæðismál og hlutverk sveitarfélaga. Lagt fram.

10. Bréf dags. 29/10 ´03 frá félagsmálanefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlanir til að ná fram launajafnrétti kynjanna, Stjórnin tekur ekki afstöðu til  þingsályktunarinnar.

11. Bréf dags. 29/10 ´03 frá allsherjarnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um aldarafmæli heimastjórnar, 3. mál.
Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.

12. Bréf dags. 29/10 frá allsherjarnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um stofnun stjórnsýsluskóla, 24. mál. Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.

13. Bréf dags. 31/10 ´03 frá iðnaðarnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um raforkukostnað fyrirtækja, 8. mál.
Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.

14. Bréf dags. 5/11 ´03 ásamt tillögu til þingsályktunar um fjárhagslegan aðskilnað útgerðar og fiskvinnslu, 5. mál.
Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.

15. Bréf dags. 5/11 ´03 frá sjávarútvegsnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um vernd og sjálfbæra nýtingu lífvera á hafsbotni, 31. mál.
Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.

16. Bréf dags. 5/11 ´03 frá samgöngunefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um samgönguáætlun, 39. mál, skipan samgönguráðs, grunntillaga.
Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

17. Bréf dags. 12/11 ´03 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um tekjuskatt og eingarskatt, 91. mál, fjárhagsaðstoð sveitarfélags.
Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

18. Bréf dags. 13/11 ´03 frá allsherjarnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um sölu ríkissjóðs á  hlutafé í Landssíma Íslands h.f., 191. mál, meðferð hlutafjár.
Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

19. Bréf dags. 17/11 ´03 frá umhverfisnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum, 19. mál.
Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

20. Bréf dags. 17/11 ´03 frá umhverfisnefnd Alþingis ásamt tillögu til
þingsályktunar um afléttingu veiðibanns á rjúpu, 154. mál.
Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

21. Fyrstu drög að fjárhagsáætlun S.S.S. fyrir 2004.
Framkvæmdastjóri kynnti drög  að fjárhagsáætlunum. Fjárhagsáætluninni vísað til fárhagsnefndar SSS.

22. Sameiginleg mál.
Almenningssamgöngur á Suðurnesjum.
Fulltrúi Reykjanesbæjar kynnti samþykkt bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um að  hvort áhugi sé fyrir því að kanna hjá öðrum sveitarfélögum á svæðinu að taka upp heildstætt almenningssamgöngukerfi fyrir svæðið í heild.

Jón Gunnarsson, fulltrúi stjórnar SSS í starfshópi sem heilbrigðisráðherra skipaði á árinu, upplýsti að starfshópurinn hefur lokið vinnu sinni´.

Jón Gunnarsson spurði um afstöðu sveitarfélaganna til bréfs HS hf. um greiðslu fasteignaskatta.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.30