fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

524. fundur SSS 9. desember 2003

Árið 2003, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þriðjudaginn 9. desember 2003 kl. 8.00 á Fitjum.

Mætt eru:  Reynir Sveinsson, Böðvar Jónsson, Hörður Guðbrandsson,  Jón Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari. 

Dagskrá:

1. Búfjáreftirlit og eftirlit vegna kattareglugerðar. Magnús Guðjónsson kom á fundinn og fór yfir kostnaðartölur vegna eftirlitsins.
Stjórn SSS felur heilbrigðisnefnd að ganga endanlega frá reglugerð um kattahald og senda sveitarfélögunum til endanlegrar afgreiðslu. Stefnt skal að gildistöku reglugerðarinnar í aprílbyrjun nk.

2. Fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana fyrir árið 2004 ásamt fundargerðum fjárhagsnefndar nr. 191-196. Síðari umræða og afgreiðsla.
Sigurður Jónsson taldi eðlilegt að stjórn SSS hefði samþykkt tillögu stjórnar DS um fjárveitingu upp á 1,5 milljón til hönnunar á stækkun Garðvangs.
Aðrir stjórnarmenn leggja áherslu á að viðræðunefnd sem skoða á hugsanlega sölu á húseignum Garðvangs  til ríkisins hefji störf sem fyrst. Sú nefnd getur jafnframt skoðað önnur rekstrarform sem uppi eru í sambærilegum rekstri. Stjórnin samþykkir fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana fyrir árið 2004 ásamt fundargerðum nr. 191 til 196.   Fjárhagsáætlunum sameiginlega rekinna stofnana vísað til afgreiðslu sveitarfélaganna.

3. Reglur SSS um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja, dags. 2. desember 2003 (settar vegna skráningar skuldabréfa í Kauphöll Íslands).  Farið yfir reglur SSS um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja, dags. 2. desember 2003.  Reglurnar samþykktar samhljóða og framkvæmdastjóri tilnefndur regluvörður.  Framkvæmdastjóra falið að kynna efni reglnanna fyrir fruminnherjum og afla staðfestingar þeirra á skyldum þeirra samkvæmt reglunum.

4. Bréf dags. 1/12 2003 frá iðnaðarnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um breytingu  á ýmsum lögum á orkusviði,  306. mál.  Stjórn SSS mælir með samþykkt  frumvarpsins.

5. Sameiginleg mál.
Í framhaldi af skýrslu starfshóps heilbrigðisráðherra  um framtíðaruppbyggingu, þróun og skipulag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja 2004 – 2010 og jákvæða umfjöllun ráðherra á aðalfundi SSS, óskar stjórn sambandsins eftir upplýsingum um með hvaða hætti staðið verður að uppbyggingu og framkvæmdum sem gert er ráð fyrir í skýrslunni.

Á fundinum var lögð fram framvinduskýrsla vegna viðbyggingar Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Stjórnin ræddi stöðu atvinnumála á Suðurnesjum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.