fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

627. fundur SSS 16. júní 2011

Árið 2011, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 16. júní 
kl. 16.30 að Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Gunnar Þórarinsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Ólafur Þór Ólafsson, Einar Jón Pálsson, Inga Sigrún Atladóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Bréf dags. 03.05.2011 frá Reykjanesbær, varðandi sumardvöl fatlaðra barna.
Framkvæmdastjóra falið að afgreiða málið í samvinnu við þjónusturáð fötlunarmála á Suðurnesjum.

2. Bréf dags. 31.05.2011 frá Umhverfisráðuneytinu varðandi umsögn um nýja byggingarreglugerð.
Lagt fram.

3. Drög að húsaleigusamningi vegna Skógarbraut 945, 235 Reykjanesbæ.
Framkvæmdastjóra falið að ræða við Kadeco um að setja uppsagnarákvæði inn í samninginn. Samningurinn samþykktur að öðru leyti með 4 atkvæðum, 1 sat hjá.

4. Bréf dags. 03.06.2011 frá Umhverfisráðuneytinu, beiðni um umsögn vegna nýrrar reglugerðar um framkvæmdaleyfi.
Lagt fram.

5. Ísland 2020 – Landshlutaáætlun.
a. Afrit af minnisblaði frá Forsætisráðherra til ríkisstjórnar vegna vinnu við samþættingar áætlana.
Lagt fram og rætt af stjórn.  Framkvæmdastjóra falið að afla gagna fyrir næsta fund.

6. Skipan í stjórn Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.
a. Bréf dags. 18.05.2011 frá Kadeco.
b. Bréf dags. 05.05.2011 frá Reykjanesbæ.
c. Bréf dags. 18.05.2011 frá Grindavíkurbæ.
d. Bréf dags. 18.05.2011 frá Sandgerðisbæ.
e. Bréf dags. 11.05.2011 frá sveitarfélaginu Garði.
f. Bréf dags. 06.05.2011 frá sveitarfélaginu Vogum.
Lagt fram.

7. Bréf dags. 19.05.2011 frá sveitarfélaginu Vogum, bókun bæjarráðs Voga.
Lagt fram.

8. Bréf dags. 07.04.2011 frá sveitarfélaginu Vogum, bókun bæjarráðs Voga varðandi skipan í stjórn Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.
Lagt fram.

9. Bréf dags. 05.05.2011 frá Velferðarráðuneytinu, upplýsingar um skipan í Vinnumarkaðsráð Suðurnesja.
Lagt fram.

10. Fundargerð Menningarráðs Suðurnesja, fundur nr. 21, dags. 12.05.2011.
Lagt fram.  Stjórn S.S.S. óskar eftir því að ársskýrsla Menningarráðs fyrir árið 2010 verði sent til sveitarfélaganna.

11. Fundargerð Dvalarheimilis Suðurnesja, fundur nr. 4, dags. 05.05.2011.
Lögð fram.

12. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra, fundur nr. 73, dags. 02.05.2011.
Lögð fram.

13. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra, fundur nr. 74, dags. 04.05.2011.
Lögð fram.

14. Fundargerð Þjónusturáðs Suðurnesja um þjónustu við fatlaða, fundur nr. 7, dags. 21.03.2011.
Lögð fram.

15. Fundargerð Þjónusturáðs Suðurnesja um þjónustu við fatlaða, fundur nr. 8, dags. 28.03.2011.
Lögð fram.

16. Fundargerð Vaxtarsamning Suðurnesja, fundur nr. 6, dags. 16.05.2011.
Lögð fram.

17. Fundargerð samráðshóps um velferð á Suðurnesjum, fundur nr. 11, dags. 12.05.2011.
Lögð fram.

18. Fundargerð samráðshóps stjórnarráðsins og landshlutasamtaka sveitarfélaga vegna sóknaráætlana landshluta, fundur nr. 2, dags. 27.05.2011.
Lögð fram.

19. Önnur mál.
Framkvæmdastjóra falið að senda glærupakkan frá fundi gærdagsins til sveitarstjórnamanna á Suðurnesjum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:20.