Samstarf í þágu útflutningshagsmuna – fundur
Utanríkisráðuneytið og Íslandsstofa, í samstarfi við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, bjóða til samtalsfundar á Park-Inn by Radisson hótelinu í Keflavík þriðjudaginn 10. mars nk.
Þar munu Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu og Bergþóra Halldórsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, ræða samstarf og þjónustu við íslenska útflytjendur.
Fundurinn fylgir m.a. eftir vinnustofu sem haldin var fyrr á árinu í tengslum við mótun framtíðarstefnu fyrir íslenskan útflutning. Hún hefur nú verið birt og verður kynnt á fundinum.
Hvar: Park-Inn by Radisson, Hafnargötu 57-59, Keflavík.
Hvenær: Þriðjudaginn 10. mars kl. 16.30-18.00.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Allir velkomnir en skráning er nauðsynleg.