fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

You Are In Control – árleg ráðstefna skapandi greina á Íslandi

Fyrir núverandi og verðandi fagfólk í skapandi greinum er mikilvægt að fylgjast með hvernig stafræn þróun er sífellt að breyta leikreglunum í okkar starfsumhverfi.You Are In Control, árleg ráðstefna skapandi greina á Íslandi, er frábært tækifæri fyrir ykkur til þess að bæta við þekkingu ykkar, stækka tengslanetið og fá að vinna í hagnýtum vinnustofum með virtum sérfræðingum, listamönnum og öðru skapandi fagfólki.
You Are In Control ráðstefnan verður haldin í Hörpu 4. – 6. nóvember og þar er stútfull dagskrá þar sem íslenskir og alþjóðlegir fyrirlesarar útskýra hvernig þeir hafa náð árangri á þeirra sviði og deila með þátttakendum hugmyndum og innblæstri.
Auk þess verða spennandi vinnustofur þar sem verður hægt að eiga opna umræðu á sviði tónlistar og meðhöndlun óáþreifanlegrar vöru með Ólafi Arnalds tónlistarmanni, eða hjálpa listamanninum Tracey Moberly að þróa stafrænt verk sem sýnt verður á sýningu hennar í Tate Britain í London. Að lokum verður hægt að tala við hóp fjárfesta umviðskiptahugmynd sem þú ert með á opnum fundi og fengið gagnrýni og tillögur um hugmyndina þína.
Hægt er að kynna sér dagskrá hátíðarinnar áyouareincontrol.is